Íslenski boltinn

Ólíklegt að Ólafur verði áfram með Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur hefur unnið fjóra stóra titla sem þjálfari Vals.
Ólafur hefur unnið fjóra stóra titla sem þjálfari Vals. vísir/bára
Valur mun líklega ekki bjóða Ólafi Jóhannessyni nýjan samning. Fótbolti.net greinir frá.

Samningur Ólafs við Val rennur út eftir tímabilið og samkvæmt heimildum Fótbolta.net ætla Valsmenn ekki að bjóða honum nýjan samning.

Í frétt Fótbolta.net segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari Færeyjameistara HB Þórshafnar, gæti tekið við af Ólafi. Heimir tók við FH af Ólafi árið 2007.

Ólafur er að ljúka sínu fimmta tímabili við stjórnvölinn hjá Val. Hann gerði Valsmenn að bikarmeisturum 2015 og 2016 og Íslandsmeisturum 2017 og 2018.

Í sumar hefur gengið illa hjá Val. Liðið er í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 25 stig, 18 stigum á eftir toppliði KR sem er einmitt næsti andstæðingur Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×