Enn einn þingmaður genginn til liðs við Frjálslynda demókrata Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2019 21:39 Sam Gyimah er orðinn þingmaður Frjálslyndra Demókrata. Vísir/Getty Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum. Gyimah var í 21 þingmanna hópi sem var rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins þegar þeir greiddu atkvæði með því að þingið tæki sér dagskrárvald fyrr í þessum mánuði, þvert gegn flokkslínu Íhaldsflokksins. Það gerðu þingmennirnir með það fyrir augum að koma í veg fyrir að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings.Í frétt BBC um málið er haft eftir Gyimah að hann hafi verið gerður útlægur úr Íhaldsflokknum. „Þannig er Brexit. Það hefur sundrað fjölskyldum. Landið er klofið. Þetta er risastórt deilumál,“ sagði Gyimah. „Ég hef verið tengdur Íhaldsflokknum í tvo áratugi. Ég hef barist í nafni flokksins. Ég er með óvenjulegan bakgrunn og var ekki hinn dæmigerði nýliði í flokknum. Ég hef eytt löngum tíma í að sannfæra fólk um að taka Íhaldsflokkinn alvarlega. Það er sorglegt að ég skuli nú vera staddur á þessum krossgötum,“ er haft eftir Gyimah. Í desember síðastliðnum lét hinn 43 ára Gyimah af störfum sem ráðherra vísinda- og háskólamála í ríkisstjórn Theresu May, eftir ágreining um hvernig haga skyldi útgöngu Breta úr ESB. Hann var einnig um stutta stund meðal þeirra sem komu til greina til þess að taka við leiðtogaembætti May innan flokksins eftir að hún steig niður fyrr á þessu ári. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum. Gyimah var í 21 þingmanna hópi sem var rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins þegar þeir greiddu atkvæði með því að þingið tæki sér dagskrárvald fyrr í þessum mánuði, þvert gegn flokkslínu Íhaldsflokksins. Það gerðu þingmennirnir með það fyrir augum að koma í veg fyrir að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings.Í frétt BBC um málið er haft eftir Gyimah að hann hafi verið gerður útlægur úr Íhaldsflokknum. „Þannig er Brexit. Það hefur sundrað fjölskyldum. Landið er klofið. Þetta er risastórt deilumál,“ sagði Gyimah. „Ég hef verið tengdur Íhaldsflokknum í tvo áratugi. Ég hef barist í nafni flokksins. Ég er með óvenjulegan bakgrunn og var ekki hinn dæmigerði nýliði í flokknum. Ég hef eytt löngum tíma í að sannfæra fólk um að taka Íhaldsflokkinn alvarlega. Það er sorglegt að ég skuli nú vera staddur á þessum krossgötum,“ er haft eftir Gyimah. Í desember síðastliðnum lét hinn 43 ára Gyimah af störfum sem ráðherra vísinda- og háskólamála í ríkisstjórn Theresu May, eftir ágreining um hvernig haga skyldi útgöngu Breta úr ESB. Hann var einnig um stutta stund meðal þeirra sem komu til greina til þess að taka við leiðtogaembætti May innan flokksins eftir að hún steig niður fyrr á þessu ári.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53
Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01