Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2019 22:44 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Vísir/Getty Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar írönsk stjórnvöld um að standa að baki drónaárásum á sádiarabískar olíuvinnslustöðvar fyrr í dag. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem eru hallir undir Írani, hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum og segja að vænta megi fleiri árása í framtíðinni. Ráðist var á tvær stærstu olíuframleiðslustöðvar Sádi-Arabíu. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri er sú stærsta í heimi og framleiðir um eitt prósent allra olíubirgða heims. „Tehran stendur á bak við naumlega 100 árásir á Sádi-Arabíu á meðan Rouhani og Zarif þykjast standa í einhvers konar ríkiserindrekstri,“ tísti Pompeo fyrr í dag. Á hann þar við Hassan Rohani, forseta Írans, og Javad Zarif utanríkisráðherra.Tehran is behind nearly 100 attacks on Saudi Arabia while Rouhani and Zarif pretend to engage in diplomacy. Amid all the calls for de-escalation, Iran has now launched an unprecedented attack on the world’s energy supply. There is no evidence the attacks came from Yemen. — Secretary Pompeo (@SecPompeo) September 14, 2019 Áður en Pompeo lét þessi orð falla á Twitter sagði Hvíta húsið í yfirlýsingu að Trump forseti hafi átt samtal við Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Er hann sagður hafa boðið fram stuðning Bandaríkjanna við að „verja Sádi-Arabíu.“ Sádi-Arabía styður jemensk stjórnvöld í baráttu sinni við Hútana, sem á móti eru studdir af Íran, en borgarastyrjöld milli fylkinga hefur staðið yfir síðan árið 2015.„Óábyrg einföldun“ Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins og meðlimur utanríkismálanefndar þingsins, svaraði Pompeo á Twitter þar sem hann gagnrýndi orð utanríkisráðherrans. „Þetta er ótrúlega óábyrg einföldun og það er svona sem við komum okkur í heimskuleg stríð eftir hentisemi. Sádi-Arabía og Hútarnir eiga í stríði. Sádar ráðast á Hútana og Hútarnir svara í sömu mynt. Íranir styðja við Hútana og hafa verið lélegir leikarar, en þetta er ekki jafn einfalt og að segja Hútar = Íran.“This is such irresponsible simplification and it’s how we get into dumb wars of choice The Saudis and Houthis are at war. The Saudis attack the Houthis and the Houthis attack back. Iran is backing the Houthis and has been a bad actor, but it’s just not as simple as Houthis=Iran. https://t.co/BFiO1AQe2B — Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) September 14, 2019 Ekki liggur fyrir hvort manntjón varð í árásunum tveimur, en mikill eldur braust út í kjölfar þeirra. Viðbragðsaðilum tókst þó fljótt að koma böndum á hann. Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar írönsk stjórnvöld um að standa að baki drónaárásum á sádiarabískar olíuvinnslustöðvar fyrr í dag. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem eru hallir undir Írani, hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum og segja að vænta megi fleiri árása í framtíðinni. Ráðist var á tvær stærstu olíuframleiðslustöðvar Sádi-Arabíu. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri er sú stærsta í heimi og framleiðir um eitt prósent allra olíubirgða heims. „Tehran stendur á bak við naumlega 100 árásir á Sádi-Arabíu á meðan Rouhani og Zarif þykjast standa í einhvers konar ríkiserindrekstri,“ tísti Pompeo fyrr í dag. Á hann þar við Hassan Rohani, forseta Írans, og Javad Zarif utanríkisráðherra.Tehran is behind nearly 100 attacks on Saudi Arabia while Rouhani and Zarif pretend to engage in diplomacy. Amid all the calls for de-escalation, Iran has now launched an unprecedented attack on the world’s energy supply. There is no evidence the attacks came from Yemen. — Secretary Pompeo (@SecPompeo) September 14, 2019 Áður en Pompeo lét þessi orð falla á Twitter sagði Hvíta húsið í yfirlýsingu að Trump forseti hafi átt samtal við Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Er hann sagður hafa boðið fram stuðning Bandaríkjanna við að „verja Sádi-Arabíu.“ Sádi-Arabía styður jemensk stjórnvöld í baráttu sinni við Hútana, sem á móti eru studdir af Íran, en borgarastyrjöld milli fylkinga hefur staðið yfir síðan árið 2015.„Óábyrg einföldun“ Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins og meðlimur utanríkismálanefndar þingsins, svaraði Pompeo á Twitter þar sem hann gagnrýndi orð utanríkisráðherrans. „Þetta er ótrúlega óábyrg einföldun og það er svona sem við komum okkur í heimskuleg stríð eftir hentisemi. Sádi-Arabía og Hútarnir eiga í stríði. Sádar ráðast á Hútana og Hútarnir svara í sömu mynt. Íranir styðja við Hútana og hafa verið lélegir leikarar, en þetta er ekki jafn einfalt og að segja Hútar = Íran.“This is such irresponsible simplification and it’s how we get into dumb wars of choice The Saudis and Houthis are at war. The Saudis attack the Houthis and the Houthis attack back. Iran is backing the Houthis and has been a bad actor, but it’s just not as simple as Houthis=Iran. https://t.co/BFiO1AQe2B — Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) September 14, 2019 Ekki liggur fyrir hvort manntjón varð í árásunum tveimur, en mikill eldur braust út í kjölfar þeirra. Viðbragðsaðilum tókst þó fljótt að koma böndum á hann.
Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent