Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2019 22:44 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Vísir/Getty Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar írönsk stjórnvöld um að standa að baki drónaárásum á sádiarabískar olíuvinnslustöðvar fyrr í dag. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem eru hallir undir Írani, hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum og segja að vænta megi fleiri árása í framtíðinni. Ráðist var á tvær stærstu olíuframleiðslustöðvar Sádi-Arabíu. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri er sú stærsta í heimi og framleiðir um eitt prósent allra olíubirgða heims. „Tehran stendur á bak við naumlega 100 árásir á Sádi-Arabíu á meðan Rouhani og Zarif þykjast standa í einhvers konar ríkiserindrekstri,“ tísti Pompeo fyrr í dag. Á hann þar við Hassan Rohani, forseta Írans, og Javad Zarif utanríkisráðherra.Tehran is behind nearly 100 attacks on Saudi Arabia while Rouhani and Zarif pretend to engage in diplomacy. Amid all the calls for de-escalation, Iran has now launched an unprecedented attack on the world’s energy supply. There is no evidence the attacks came from Yemen. — Secretary Pompeo (@SecPompeo) September 14, 2019 Áður en Pompeo lét þessi orð falla á Twitter sagði Hvíta húsið í yfirlýsingu að Trump forseti hafi átt samtal við Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Er hann sagður hafa boðið fram stuðning Bandaríkjanna við að „verja Sádi-Arabíu.“ Sádi-Arabía styður jemensk stjórnvöld í baráttu sinni við Hútana, sem á móti eru studdir af Íran, en borgarastyrjöld milli fylkinga hefur staðið yfir síðan árið 2015.„Óábyrg einföldun“ Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins og meðlimur utanríkismálanefndar þingsins, svaraði Pompeo á Twitter þar sem hann gagnrýndi orð utanríkisráðherrans. „Þetta er ótrúlega óábyrg einföldun og það er svona sem við komum okkur í heimskuleg stríð eftir hentisemi. Sádi-Arabía og Hútarnir eiga í stríði. Sádar ráðast á Hútana og Hútarnir svara í sömu mynt. Íranir styðja við Hútana og hafa verið lélegir leikarar, en þetta er ekki jafn einfalt og að segja Hútar = Íran.“This is such irresponsible simplification and it’s how we get into dumb wars of choice The Saudis and Houthis are at war. The Saudis attack the Houthis and the Houthis attack back. Iran is backing the Houthis and has been a bad actor, but it’s just not as simple as Houthis=Iran. https://t.co/BFiO1AQe2B — Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) September 14, 2019 Ekki liggur fyrir hvort manntjón varð í árásunum tveimur, en mikill eldur braust út í kjölfar þeirra. Viðbragðsaðilum tókst þó fljótt að koma böndum á hann. Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar írönsk stjórnvöld um að standa að baki drónaárásum á sádiarabískar olíuvinnslustöðvar fyrr í dag. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem eru hallir undir Írani, hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum og segja að vænta megi fleiri árása í framtíðinni. Ráðist var á tvær stærstu olíuframleiðslustöðvar Sádi-Arabíu. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri er sú stærsta í heimi og framleiðir um eitt prósent allra olíubirgða heims. „Tehran stendur á bak við naumlega 100 árásir á Sádi-Arabíu á meðan Rouhani og Zarif þykjast standa í einhvers konar ríkiserindrekstri,“ tísti Pompeo fyrr í dag. Á hann þar við Hassan Rohani, forseta Írans, og Javad Zarif utanríkisráðherra.Tehran is behind nearly 100 attacks on Saudi Arabia while Rouhani and Zarif pretend to engage in diplomacy. Amid all the calls for de-escalation, Iran has now launched an unprecedented attack on the world’s energy supply. There is no evidence the attacks came from Yemen. — Secretary Pompeo (@SecPompeo) September 14, 2019 Áður en Pompeo lét þessi orð falla á Twitter sagði Hvíta húsið í yfirlýsingu að Trump forseti hafi átt samtal við Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Er hann sagður hafa boðið fram stuðning Bandaríkjanna við að „verja Sádi-Arabíu.“ Sádi-Arabía styður jemensk stjórnvöld í baráttu sinni við Hútana, sem á móti eru studdir af Íran, en borgarastyrjöld milli fylkinga hefur staðið yfir síðan árið 2015.„Óábyrg einföldun“ Chris Murphy, þingmaður Demókrataflokksins og meðlimur utanríkismálanefndar þingsins, svaraði Pompeo á Twitter þar sem hann gagnrýndi orð utanríkisráðherrans. „Þetta er ótrúlega óábyrg einföldun og það er svona sem við komum okkur í heimskuleg stríð eftir hentisemi. Sádi-Arabía og Hútarnir eiga í stríði. Sádar ráðast á Hútana og Hútarnir svara í sömu mynt. Íranir styðja við Hútana og hafa verið lélegir leikarar, en þetta er ekki jafn einfalt og að segja Hútar = Íran.“This is such irresponsible simplification and it’s how we get into dumb wars of choice The Saudis and Houthis are at war. The Saudis attack the Houthis and the Houthis attack back. Iran is backing the Houthis and has been a bad actor, but it’s just not as simple as Houthis=Iran. https://t.co/BFiO1AQe2B — Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) September 14, 2019 Ekki liggur fyrir hvort manntjón varð í árásunum tveimur, en mikill eldur braust út í kjölfar þeirra. Viðbragðsaðilum tókst þó fljótt að koma böndum á hann.
Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44