Demókratar pressa á Trump vegna skotvopnalöggjafar Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 20:43 Chuck Schumer og Nancy Pelosi vilja tryggja að bakgrunnsathuganir nái um alla skotvopnakaupendur. Vísir/Getty Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna frumvarps um breytingar á skotvopnalöggjöf. Þau segja breytingar á lögum um skotvopnaeign aðeins fullnægjandi ef þær feli í sér allsherjar bakgrunnsathugun á kaupanda. Tvö hundruð dagar eru liðnir frá því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að bakgrunnsathuganir skyldu ná til allra skotvopnakaupenda. Öldungadeild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og vilja leiðtogar Demókrataflokksins, þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer tryggja að frumvarpið hafi í för með sér alvöru breytingar. Þau ræddu við forsetann símleiðis í dag þar sem þau áréttuðu að allar þær breytingar á skotvopnalöggjöfinni væru ófullnægjandi ef slíkar athuganir væru ekki tryggðar. Enn væru hættulegar glufur í kerfinu sem gerðu einstaklingum kleift að kaupa byssur, þó það væri ekki ákjósanlegt að þeir hefðu aðgang að slíkum vopnum.Sjá einnig: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Í frétt Reuters um málið kemur fram að leiðtogarnir lofuðu forsetanum „sögulegri undirskriftarathöfn“ í rósagarði Hvíta hússins ef samkomulag næðist. Þau segjast treysta á að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarþingsins og leiðtogi Repúblikana, muni koma frumvarpinu í gegn og þar með „bjarga eins mörgum lífum og mögulegt er“. Skotvopnalöggjöf hefur verið mikil hitamál í Bandaríkjunum undanfarin ár í kjölfar skotárása sem hafa kostað þúsundir lífið undanfarin ár. Eftir tvær skotárásir með stuttu millibili í ágústmánuði hefur umræðan enn á ný farið hátt og sagði Trump meðal annars að hann hygðist fara fram á að þeir sem fremdu fjöldamorð og hatursglæpi fengju dauðarefsingu „hratt og örugglega“. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48 Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Sjá meira
Leiðtogar Demókrataflokksins í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna frumvarps um breytingar á skotvopnalöggjöf. Þau segja breytingar á lögum um skotvopnaeign aðeins fullnægjandi ef þær feli í sér allsherjar bakgrunnsathugun á kaupanda. Tvö hundruð dagar eru liðnir frá því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að bakgrunnsathuganir skyldu ná til allra skotvopnakaupenda. Öldungadeild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og vilja leiðtogar Demókrataflokksins, þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer tryggja að frumvarpið hafi í för með sér alvöru breytingar. Þau ræddu við forsetann símleiðis í dag þar sem þau áréttuðu að allar þær breytingar á skotvopnalöggjöfinni væru ófullnægjandi ef slíkar athuganir væru ekki tryggðar. Enn væru hættulegar glufur í kerfinu sem gerðu einstaklingum kleift að kaupa byssur, þó það væri ekki ákjósanlegt að þeir hefðu aðgang að slíkum vopnum.Sjá einnig: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Í frétt Reuters um málið kemur fram að leiðtogarnir lofuðu forsetanum „sögulegri undirskriftarathöfn“ í rósagarði Hvíta hússins ef samkomulag næðist. Þau segjast treysta á að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarþingsins og leiðtogi Repúblikana, muni koma frumvarpinu í gegn og þar með „bjarga eins mörgum lífum og mögulegt er“. Skotvopnalöggjöf hefur verið mikil hitamál í Bandaríkjunum undanfarin ár í kjölfar skotárása sem hafa kostað þúsundir lífið undanfarin ár. Eftir tvær skotárásir með stuttu millibili í ágústmánuði hefur umræðan enn á ný farið hátt og sagði Trump meðal annars að hann hygðist fara fram á að þeir sem fremdu fjöldamorð og hatursglæpi fengju dauðarefsingu „hratt og örugglega“.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48 Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Sjá meira
Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags. 14. september 2019 08:48
Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. 6. ágúst 2019 11:45
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33