Erlent

Tru­deau biðst af­­sökunar á mynd frá há­­skóla­árunum

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Kosningar fara fram í Kanada þann 21. október næstkomandi.
Kosningar fara fram í Kanada þann 21. október næstkomandi. AP

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan.

Time tímaritið birti mynd af Trudeau í grímubúningnum á dögunum og í kjölfarið hafa fjölmargir gagnrýnt dómgreind ráðherrans harðlega og segja að hann hefði átt að vita betur, jafnvel á þeim tíma, en myndin er tekin árið 2001.

Trudeau er í miðri kosningabaráttu og málið þykir vandræðalegt fyrir hann.

Trudeau hefur beðist afsökunar en hann segist ekki hafa áttað sig á því á þeim tíma að gjörningurinn væri rasískur. Hann viti betur í dag og því sjái hann eftir uppátækinu.

Kosningar fara fram í Kanada þann 21. október næstkomandi.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.