Erlent

Tru­deau biðst af­­sökunar á mynd frá há­­skóla­árunum

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Kosningar fara fram í Kanada þann 21. október næstkomandi.
Kosningar fara fram í Kanada þann 21. október næstkomandi. AP
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan.Time tímaritið birti mynd af Trudeau í grímubúningnum á dögunum og í kjölfarið hafa fjölmargir gagnrýnt dómgreind ráðherrans harðlega og segja að hann hefði átt að vita betur, jafnvel á þeim tíma, en myndin er tekin árið 2001.Trudeau er í miðri kosningabaráttu og málið þykir vandræðalegt fyrir hann.Trudeau hefur beðist afsökunar en hann segist ekki hafa áttað sig á því á þeim tíma að gjörningurinn væri rasískur. Hann viti betur í dag og því sjái hann eftir uppátækinu.Kosningar fara fram í Kanada þann 21. október næstkomandi.Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Boðar herta skotvopnalöggjöf nái hann endurkjöri

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau segir það hans vilja að skotvopnalöggjöf ríkisins verði hert nái hann endurkjöri í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.