Erlent

Boðar herta skotvopnalöggjöf nái hann endurkjöri

Andri Eysteinsson skrifar
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Getty/NurPhoto
Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau segir það hans vilja að skotvopnalöggjöf ríkisins verði hert nái hann endurkjöri í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Í vikunni hafa tveir látist í nágrenni Toronto eftir að hafa verið skotnir. Reuters greinir frá.Toronto er fjölmennasta borg Kanada en síðasta laugardag var 17 ára gamall drengur myrtur í Mississauga, úthverfi Toronto. Fimm særðust til viðbótar í árásinni. Tveimur dögum síðar var einn myrtur í skotárás á þjóðvegi í Brampton, öðru úthverfi borgarinnar.„Of mörg samfélög og of margar fjölskyldur mega þola sársauka vegna skotárása, það er mikilvægt að ríkisstjórnin taki á málunum“ sagði Trudeau á kosningafundi Frjálslynda flokksins sem hann hefur leitt frá árinu 2013.Borgarstjóri Toronto, John Tory, hefur sagt að komi til greina að setja á skammbyssubann til þess að reyna að stemma stigu við byssuofbeldi. Trudeau hefur ekki viljað tjá sig um afstöðu Frjálslyndra til slíks banns en hefur sagt að skotvopnalöggjöf verði meira í umræðunni fyrir kosningarnar 21. október.Þá hefur hann sakað sína helstu pólitísku andstæðinga, Íhaldsflokkinn um að vera í vasa hagsmunasamtaka byssueigenda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.