Erlent

Boðar herta skotvopnalöggjöf nái hann endurkjöri

Andri Eysteinsson skrifar
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Getty/NurPhoto

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau segir það hans vilja að skotvopnalöggjöf ríkisins verði hert nái hann endurkjöri í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Í vikunni hafa tveir látist í nágrenni Toronto eftir að hafa verið skotnir. Reuters greinir frá.

Toronto er fjölmennasta borg Kanada en síðasta laugardag var 17 ára gamall drengur myrtur í Mississauga, úthverfi Toronto. Fimm særðust til viðbótar í árásinni. Tveimur dögum síðar var einn myrtur í skotárás á þjóðvegi í Brampton, öðru úthverfi borgarinnar.

„Of mörg samfélög og of margar fjölskyldur mega þola sársauka vegna skotárása, það er mikilvægt að ríkisstjórnin taki á málunum“ sagði Trudeau á kosningafundi Frjálslynda flokksins sem hann hefur leitt frá árinu 2013.

Borgarstjóri Toronto, John Tory, hefur sagt að komi til greina að setja á skammbyssubann til þess að reyna að stemma stigu við byssuofbeldi. Trudeau hefur ekki viljað tjá sig um afstöðu Frjálslyndra til slíks banns en hefur sagt að skotvopnalöggjöf verði meira í umræðunni fyrir kosningarnar 21. október.

Þá hefur hann sakað sína helstu pólitísku andstæðinga, Íhaldsflokkinn um að vera í vasa hagsmunasamtaka byssueigenda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.