Íslenski boltinn

Enginn hafði náð þessu síðan Andri Sigþórs sumarið 1997

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Morten Beck Guldsmed.
Morten Beck Guldsmed. Vísir/Bára

Danski framherjinn Morten Beck Guldsmed skoraði þrennu í sigri FH á ÍBV í gær og hefur þar með skorað þrennu í tveimur leikjum í röð í Pepsi Max deild karla. Því hafði enginn náð í 22 ár.

Morten Beck Guldsmed skoraði þrennu í 3-1 útisigri á Stjörnunni 31. ágúst síðastliðinn en svo tók við landsleikjahlé og bikarúrslitaleikur. Næsti deildarleikur Danans var því á móti Eyjamönnum í gær 19. september.

Morten Beck skoraði öll þrjú mörkin sín á móti Stjörnunni í seinni hálfleik og tvö af þremur mörkum í gær í fyrri hálfleik. Hann skoraði síðan þriðja og síðasta markið sitt á 52. mínútu sem þýðir að Daninn náði að skora sex mörk á aðeins 80 mínútum í Pepsi Max deildinni.

Síðastur maðurinn á undan Morten Beck Guldsmed til að skora þrennu í tveimur deildarleikjum í röð var KR-ingurinn Andri Sigþórsson sumarið 1997.

Andri, sem er um þessar mundir að selja glæsilegt einbýlishús sitt og Anne Jakobsen í Fossvogsdal, skoraði þá fyrst fimm mörk í 6-2 útisigri á Skallagrími í Borgarnesi 6. ágúst og fylgdi því eftir með þrennu í 6-1 sigri á Val 17. ágúst. Hann var því með átta mörk í þessum tveimur deildarleikjum en Andri skoraði alls 14 mörk í 14 deildarleikjum á leiktíðinni.

Líkt og hjá Morten Beck þá spilaði Andri leik í annarri keppni í millitíðinni. Morten Beck náði þannig ekki að skora í bikarúrslitaleiknum á móti Víkingi um síðustu helgi.

Andri Sigþórsson lék tvo leiki í millitíðinni, fyrst bikarleik á móti ÍBV úti í Eyjum í undanúrslitum og svo fyrri leikinn á móti gríska félaginu OFI kreta í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins. Andri náði ekki að skora í þeim leikjum en fann aftur skotskóna þegar kom að næsta deildarleik.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fréttir um afrek Andra frá því fyrir 22 árum síðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.