Enski boltinn

Pochettino hefur einungis unnið þrjá leiki gegn „stóru liðunum sex“ í 27 tilraunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino og Emery léttir á því í dag.
Pochettino og Emery léttir á því í dag. vísir/getty
Tottenham gerði 2-2 jafntefli við Arsenal í Lundúnarslag í dag er liðin mættust á Emirates-leikvanginum. Tottenham komst í 2-0 en glutraði forystunni.

Athyglisverð tölfræði kom í ljós eftir leikinn en síðan Mauricio Pochettino tók við Tottenham-liðinu sumarið 2014 þá hefur liðið einugnis unnið þrjá leiki gegn stóru liðunum sex.







Tottenham hefur gengið 27 tilraunir gegn svokölluðu stóru sex liðunum en einungis þrír sigurleikir hafa litið dagsins ljós og níu jafntefli. Þeir hafa tapað fimmtán leikjum.

Tottenham er með fimm stig eftir fyrstu fjóra leikina í ensku deildinni en þeir hvítklæddu frá Lundúnarborg hafa farið rólega af stað.


Tengdar fréttir

Endurkoma hjá Arsenal í fjörugum Lundúnarslag

Arsenal og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum Lundúnarslag er liðin mættust á Emirates leikvanginum í dag. Tottenaham komst í 2-0 en Arsenal kom til baka og náði í stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×