Endurkoma hjá Arsenal í fjörugum Lundúnarslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang, framherji Arsenal.
Aubameyang, framherji Arsenal. vísir/getty
Arsenal og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum Lundúnarslag er liðin mættust á Emirates leikvanginum í dag. Tottenaham komst í 2-0 en Arsenal kom til baka og náði í stig.Tottenham komst yfir á tíundu mínútu. Son Heung-min kom boltanum á Erik Lamela sem lét vaða. Bernd Leno varði boltann beint fyrir fætur Danans, Christian Eriksen, sem skoraði.Sex mínútum fyrir hlé var staðan orðinn 2-0. Granit Xhaka braut þá klaufalega af sér er hann tæklaði Son Heung-min. Harry Kane steig á punktinn skoraði af öryggi.

Gestirnir frá Tottenham komnir í 2-0 en Arsenal náði að minnka muninn fyrir hlé. Alexandre Lacazette skoraði í uppbótartíma eftir sendingu Nicolas Pepe og 2-1 í hálfleik.Endurkoma heimamanna var fullkomnuð á 71. mínútu. Matteo Guendouzi gaf þá góða fyrirgjöf fyrir markið þar sem Pierre-Emerick Aubameyang náði að stinga fæti í boltann og jafna meitn.Arsenal virtist vera komast yfir ellefu mínútum fyrir leikslok er Sead Kolasinac kom boltanum í netið. Eftir skoðun í VARsjánni var markið dæmt af vegna rangstöðu.Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-2 í fjörugum norður-Lundúnarslag. Arsenal er með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina en Tottenham er með fimm.Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.