Erlent

Svipta sjálfa sig friðhelgi

Atli Ísleifsson skrifar
Volodymyr Zelensky var kjörinn forseti Úkraínu í apríl síðastliðinn.
Volodymyr Zelensky var kjörinn forseti Úkraínu í apríl síðastliðinn. Getty
Þingmenn á úkraínska þinginu samþykktu í dag að svipta sjálfa sig friðhelgi og geta þeir nú verið sóttir til saka. Málið var eitt helsta kosningaloforð Volodymyr Zelensky sem kjörinn var forseti landsins síðasta vor og liður í því að takast á við víðtæka spillingu í landinu.

Áður gátu einstaka þingmenn einungis misst friðhelgi eftir sérstaka atkvæðagreiðslu í þinginu. Alls greiddu 373 af 450 þingmönnum atkvæði með lagabreytingunni.

Alexander Dubinski, þingmaður Þjóna fólksins, flokks Zelensky forseta, segir að með þessu sé verið að standa við gefin loforð og tryggja það að þingmenn séu jafnir öðrum landsmönnum.

Leikarinn Zelensky vann stórsigur í forsetakosningum í apríl síðastliðinn og hlaut flokkur hans um 43 prósent fylgi í þingkosningum í júlí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×