Ógnvekjandi framtíð Las Vegas á tímum hamfarahlýnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2019 14:00 Heimilislaus maður í Las Vegas sést hér fyrir framan apótek í borginni í vor. Heimilislausir eru sá hópur í borginni sem er í hvað mestri hættu vegna síhækkandi hitastigs. vísir/getty Las Vegas, fjölmennasta borg eyðimerkurríkisins Nevada í Bandaríkjunum og vinsæll ferðamannastaður, er sú borg í landinu þar sem hitastig hækkar hraðast. Verði ekkert að gert á heimsvísu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bíður ógnvekjandi framtíð borgarbúa þar sem þeir munu, við lok 21. aldarinnar, þurfa að þola 96 daga á ári þar sem hitinn fer yfir 37,7 gráður. Þar á meðal eru 60 dagar þar sem búast má við að hitinn fari yfir 40 gráður og sjö dagar þar sem hitinn færi yfir skalann, það er yfir 110 Fahrenheit sem eru meira en 43 gráður.Nánast heitara inni heldur en úti Fjallað er ítarlega um málið á vef The Guardian. Þar er meðal annars rætt við Jill Roberts, konu sem rannsakar dauðsföll fyrir Clark-sýslu. Las Vegas er innan sýslunnar. Roberts rifjar upp einn sérstaklega heitan sumardag þegar hún fór inn á heimili í borginni. Hitinn úti var 46 gráður og engin loftkæling á heimilinu. Það var því nánast heitara inni heldur en úti. Roberts fór upp í svefnherbergið þar sem íbúinn hafði dáið í hitanum. Engin vifta var í herberginu og dyrnar voru lokaðar. Það var líkt og það gæti ekki orðið heitara í herberginu. Roberts segir að á jafnheitum dögum sem þessum þurfi ekki mikið til þess að líkamsstarfsemin gefi sig. Dánardómstjóri Clark-sýslu skráir oft hita sem einn af völdum þess að fólk lætur lífið. Í tilfellum göngufólks sem lætur lífið í óbærilegum hita í Nevada-eyðimörkinni og fólks sem deyr í bílum eða heima hjá sér vegna þess að það er ekki með kælingu. Þá hefur Roberts séð brunasár á heimilislausu fólki sem hefur dáið vegna hitans og liggur látið á sjóðandi heitri gangstétt.Las Vegas er ein þekktast borg Bandaríkjanna og vinsæll ferðamannastaður.vísir/gettyDvelja í undirgöngum niðurfalla frekar en ofan jarðar Það eru einmitt hinir heimilislausu í Las Vegas sem eru í hvað mestri hættu vegna stöðugt hækkandi hitastigs. Viftur og kælikerfi geta bjargað lífum en Roberts segir að sumir hafi einfaldlega ekki efni á loftkælingu eða að láta laga kerfið ef það bilar. Hundruð heimilislausra í Las Vegas kjósa að dvelja í undirgöngum niðurfalla í stað þess að sofa undir berum himni. Þeim sem líkar ekki dvölin í undirgöngunum þurfa að hafa mikið fyrir því að kæla sig niður. Marcy Averett er 49 ára. Hún og maðurinn hennar eru heimilislaus í Las Vegas. Í fimmtán klukkutíma á dag ganga þau um borgina og safna dósum og flöskum en áður en þau halda af stað kaupa þau ísmola. „Ég verð að hafa kalt vatn. Ég skil ekki hvernig fólk fer að með heitu vatni,“ segir Averett í samtali við blaðamann Guardian. Hún er alltaf með spreybrúsa með vatni á sér til að spreyja í andlitið og á hálsinn. Þá notar hún varasalva en varirnar eru engu að síður mjög þurrar. „Það gerir hitinn,“ segir Averett.Kona sést hér á hlaupi í Lovell Canyon í Nevada í sumar.vísir/gettyBorg þar sem enginn fer út því það er of heitt? Líkt og í mörgum öðrum borgum í Bandaríkjunum eru borgaryfirvöld í Las Vegas nýbyrjuð að horfast í augu við framtíðina sem bíður. Síhækkandi hitastig gæti þannig haft áhrif á innviði, til dæmis skólastarf og störf lögreglu. „Aðalspurningin er hvort við viljum stað þar sem við förum bara út úr húsunum okkar, inn í bílana okkar og inn á skrifstofu en förum aldrei út því það er of heitt? Hversu marga mánuði á ári er það fýsilegt?“ spyr Tick Segerblom, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og nefndarmaður í sýslunefnd Clark-sýslu. Hann, líkt og fleiri í borginni og sýslunni, telur að núna þurfi að fara að huga að framtíð Las Vegas. „Hvað viljum við verða þegar við verðum stór? Er hægt að stýra þessari borg í þá átt að það verði til bóta fyrir líf Nevada-búa en ekki bara fyrir hótel og ferðamenn?“ segir Segerblom.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Las Vegas, fjölmennasta borg eyðimerkurríkisins Nevada í Bandaríkjunum og vinsæll ferðamannastaður, er sú borg í landinu þar sem hitastig hækkar hraðast. Verði ekkert að gert á heimsvísu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bíður ógnvekjandi framtíð borgarbúa þar sem þeir munu, við lok 21. aldarinnar, þurfa að þola 96 daga á ári þar sem hitinn fer yfir 37,7 gráður. Þar á meðal eru 60 dagar þar sem búast má við að hitinn fari yfir 40 gráður og sjö dagar þar sem hitinn færi yfir skalann, það er yfir 110 Fahrenheit sem eru meira en 43 gráður.Nánast heitara inni heldur en úti Fjallað er ítarlega um málið á vef The Guardian. Þar er meðal annars rætt við Jill Roberts, konu sem rannsakar dauðsföll fyrir Clark-sýslu. Las Vegas er innan sýslunnar. Roberts rifjar upp einn sérstaklega heitan sumardag þegar hún fór inn á heimili í borginni. Hitinn úti var 46 gráður og engin loftkæling á heimilinu. Það var því nánast heitara inni heldur en úti. Roberts fór upp í svefnherbergið þar sem íbúinn hafði dáið í hitanum. Engin vifta var í herberginu og dyrnar voru lokaðar. Það var líkt og það gæti ekki orðið heitara í herberginu. Roberts segir að á jafnheitum dögum sem þessum þurfi ekki mikið til þess að líkamsstarfsemin gefi sig. Dánardómstjóri Clark-sýslu skráir oft hita sem einn af völdum þess að fólk lætur lífið. Í tilfellum göngufólks sem lætur lífið í óbærilegum hita í Nevada-eyðimörkinni og fólks sem deyr í bílum eða heima hjá sér vegna þess að það er ekki með kælingu. Þá hefur Roberts séð brunasár á heimilislausu fólki sem hefur dáið vegna hitans og liggur látið á sjóðandi heitri gangstétt.Las Vegas er ein þekktast borg Bandaríkjanna og vinsæll ferðamannastaður.vísir/gettyDvelja í undirgöngum niðurfalla frekar en ofan jarðar Það eru einmitt hinir heimilislausu í Las Vegas sem eru í hvað mestri hættu vegna stöðugt hækkandi hitastigs. Viftur og kælikerfi geta bjargað lífum en Roberts segir að sumir hafi einfaldlega ekki efni á loftkælingu eða að láta laga kerfið ef það bilar. Hundruð heimilislausra í Las Vegas kjósa að dvelja í undirgöngum niðurfalla í stað þess að sofa undir berum himni. Þeim sem líkar ekki dvölin í undirgöngunum þurfa að hafa mikið fyrir því að kæla sig niður. Marcy Averett er 49 ára. Hún og maðurinn hennar eru heimilislaus í Las Vegas. Í fimmtán klukkutíma á dag ganga þau um borgina og safna dósum og flöskum en áður en þau halda af stað kaupa þau ísmola. „Ég verð að hafa kalt vatn. Ég skil ekki hvernig fólk fer að með heitu vatni,“ segir Averett í samtali við blaðamann Guardian. Hún er alltaf með spreybrúsa með vatni á sér til að spreyja í andlitið og á hálsinn. Þá notar hún varasalva en varirnar eru engu að síður mjög þurrar. „Það gerir hitinn,“ segir Averett.Kona sést hér á hlaupi í Lovell Canyon í Nevada í sumar.vísir/gettyBorg þar sem enginn fer út því það er of heitt? Líkt og í mörgum öðrum borgum í Bandaríkjunum eru borgaryfirvöld í Las Vegas nýbyrjuð að horfast í augu við framtíðina sem bíður. Síhækkandi hitastig gæti þannig haft áhrif á innviði, til dæmis skólastarf og störf lögreglu. „Aðalspurningin er hvort við viljum stað þar sem við förum bara út úr húsunum okkar, inn í bílana okkar og inn á skrifstofu en förum aldrei út því það er of heitt? Hversu marga mánuði á ári er það fýsilegt?“ spyr Tick Segerblom, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og nefndarmaður í sýslunefnd Clark-sýslu. Hann, líkt og fleiri í borginni og sýslunni, telur að núna þurfi að fara að huga að framtíð Las Vegas. „Hvað viljum við verða þegar við verðum stór? Er hægt að stýra þessari borg í þá átt að það verði til bóta fyrir líf Nevada-búa en ekki bara fyrir hótel og ferðamenn?“ segir Segerblom.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira