Enski boltinn

Southgate þarf ekki að velja á milli Alexander-Arnold og Wan-Bissaka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Wan-Bissaka í leik með Manchester United  á tímabilinu.
Aaron Wan-Bissaka í leik með Manchester United á tímabilinu. Getty/Matthew Ashton

Bakvörður Manchester United hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum vegna bakmeiðsla.

Aaron Wan-Bissaka hefur spilað vel í fyrstu leikjum sínum með Manchester United en ekkert verður að því að hann fái tækifæri með enska landsliðinu í þessu landsleikjahléi.

Gareth Southgate valdi Aaron Wan-Bissaka í hópinn fyrir leikina á móti Búlgaríu og Kósóvó í undankeppni EM 2020 en Wan-Bissaka varð að draga sig út úr hópnum vegna bakmeiðsla.Aaron Wan-Bissaka spilar því ekki fyrstu A-landsleiki sína í þessu verkefni en hann á að baki þrjá leiki fyrir 21 árs landslið Englendinga.

Í tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu segir að Wan-Bissaka hafi yfirgefið hópinn og snúið aftur heim til síns félags.

Southgate ákvað að kalla ekki á nýjan leikmann í staðinn en í hópnum eru tveir aðrir hægri bakverðir eða þeir Trent Alexander-Arnold frá Liverpool og Kieran Trippier, fyrrverandi leikmaður Tottenham og núverandi leikmaður Atlético Madrid.

Það er ljóst að það er mikil samkeppni um hægri bakvarðarstöðu enska landsliðsins í dag. Kyle Walker hjá Manchester City komst ekki einu sinni í hópinn því Gareth Southgate valdi frekar Wan-Bissaka í fyrsta sinn.

Enska landsliðið spilar við Búlgaríu á Wembley á laugardaginn og mætir síðan Kósóvó þremur dögum síðar á St Mary's, heimavelli Southampton.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.