Erlent

„Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“

Atli Ísleifsson skrifar
Íhaldsmaðurinn Jacob Rees-Mogg hefur verið einn helsti Brexit-sinninn á breska þinginu.
Íhaldsmaðurinn Jacob Rees-Mogg hefur verið einn helsti Brexit-sinninn á breska þinginu. AP
Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að Íhaldsmanninum Jacob Rees-Mogg, leiðtoga neðri deildar þingsins, þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum.

Rees-Mogg virtist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni, þrátt fyrir að stjórn Boris Johnson hafi þá misst meirihluta sinn á þingi og raunverulegur möguleiki sé á því að útgöngu Breta úr ESB verði frestað enn á ný.

Stjórnarandstöðuþingmenn brugðust margir ókvæða við og sökuðu Rees-Mogg um að sýna þinginu vanvirðingu. Var hrópað að þingmanninum að setjast almennilega.

Tom Brake, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði hvort hægt væri að útvega Rees-Mogg kodda þar sem hann virtist eiga í vandræðum með sig í umræðunum.

Anna Turley, þingmaður Verkamannaflokksins, sakaði Rees-Mogg um hroka og óvirðingu á meðan netverjar grínuðust margir með líkamsstellingu leiðtoga þingsins.


Tengdar fréttir

Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×