Enski boltinn

Liverpool safnaði 53 milljónum punda í sumarglugganum með því að selja og lána „minni spámenn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp er að mörgum hafa talinn gert vel á markaðnum í sumar að safna eins miklum pening og hann gerði.
Jurgen Klopp er að mörgum hafa talinn gert vel á markaðnum í sumar að safna eins miklum pening og hann gerði. vísir/getty
Liverpool var ekki róttækt á félagaskiptamarkaðnum í sumar en náði hins vegar að safna inn góðum pening á leikmönnum sem voru ekki að spila mikið.

Blaðamaðurinn Paul Joyce greinir frá þessu á Twitter-síðu sinini en hann er þekktur fyrir að fjalla vel og vandlega um Liverpool-liðið. Hann vinnur hjá The Times.

Liverpool seldi Danny Ings á 20 milljónir punda til Southampton í sumarglugganum en hann var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Að auki var varamarkvörðurinn Simon Mignolet seldur til Club Brugge á 8 milljónir punda.







Steven Gerrard keypti Ryan Kent á 7,5 milljónir punda og svo fóru nokkrir aðrir minni spámenn til annnarra félaga. Meðal annars Rafael Camacho til Sporting Lissabon fyrir 7 milljónir punda.

Liverpool náði þannig að safna, að er talið, 53 milljónum punda á leikmönnum sem höfðu varla spilað mínútu með liðinu í vetur en liðið keypti ekki inn marga leikmenn í staðinn.

Markvörðurinn Adrian kom frítt til félagsins, hinn ungi Sepp van den Berg kom á tæpar tvær milljónir frá PEC Zwolle og Harvey Elilott kom frítt frá Fulham.

Það má því segja að sumarglugginn hafi verið góður hjá Liverpool á þá vegu að liðið safnaði góðum pening á leikmönnum sem voru greinilega ekki í plönum Jurgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×