Enski boltinn

Liverpool safnaði 53 milljónum punda í sumarglugganum með því að selja og lána „minni spámenn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp er að mörgum hafa talinn gert vel á markaðnum í sumar að safna eins miklum pening og hann gerði.
Jurgen Klopp er að mörgum hafa talinn gert vel á markaðnum í sumar að safna eins miklum pening og hann gerði. vísir/getty

Liverpool var ekki róttækt á félagaskiptamarkaðnum í sumar en náði hins vegar að safna inn góðum pening á leikmönnum sem voru ekki að spila mikið.

Blaðamaðurinn Paul Joyce greinir frá þessu á Twitter-síðu sinini en hann er þekktur fyrir að fjalla vel og vandlega um Liverpool-liðið. Hann vinnur hjá The Times.

Liverpool seldi Danny Ings á 20 milljónir punda til Southampton í sumarglugganum en hann var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Að auki var varamarkvörðurinn Simon Mignolet seldur til Club Brugge á 8 milljónir punda.

Steven Gerrard keypti Ryan Kent á 7,5 milljónir punda og svo fóru nokkrir aðrir minni spámenn til annnarra félaga. Meðal annars Rafael Camacho til Sporting Lissabon fyrir 7 milljónir punda.

Liverpool náði þannig að safna, að er talið, 53 milljónum punda á leikmönnum sem höfðu varla spilað mínútu með liðinu í vetur en liðið keypti ekki inn marga leikmenn í staðinn.

Markvörðurinn Adrian kom frítt til félagsins, hinn ungi Sepp van den Berg kom á tæpar tvær milljónir frá PEC Zwolle og Harvey Elilott kom frítt frá Fulham.

Það má því segja að sumarglugginn hafi verið góður hjá Liverpool á þá vegu að liðið safnaði góðum pening á leikmönnum sem voru greinilega ekki í plönum Jurgen Klopp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.