Enski boltinn

Staðfestu að varnarmaður félagsins hafi greinst með ristilkrabbamein

Anton Ingi Leifsson skrifar
Angus í leik með Hull á síðustu leiktíð áður en hann meiddist.
Angus í leik með Hull á síðustu leiktíð áður en hann meiddist. vísir/getty
Hull hefur staðfest að varnarmaðurinn Angus MacDonald hefur greinst með þarmakrabbamein (e. bowel cancer) en félagið staðfesti þetta í gær.

Varnarmaðurinn gekk í raðir félagsins í janúarmánuði 2018 eftir að hafa leikið með Barnsley þar sem hann var meðal annars fyrirliði.

Hann lék þrjá leiki með liðinu á síðustu leiktíð en hann greindist svo með blóðtappa í kálfa í september á síðasta ári sem hélt honum frá keppni alla leiktíðina. Nú hefur hann svo greinst með krabbamein.







„Okkur þykir leitt að tilkynna að Angus MacDonald er með þarmakrabbamein á byrjunar stigi,“ sagði félagið í tilkynningu sinni.

„Angus hefur sýnt frábæran karakter hvernig hann hefur tekist á við skilaboðin. Öll Tígrisdýra-fjölskyldan mun sýna Angus ást og styðja hann í átt að bata.“

„Félagið biður stuðningsmenn og fjölmiðla að veita Angus og fjölskyldu hans frið á þessum tímum,“ sagði félagið enn fremur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×