Misstu samband við fyrsta indverska tunglfarið Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2019 23:43 Það var þungt yfir indversku leiðangursstjórnendunum eftir að sambandið rofnaði við Vikram í kvöld. Vísir/EPA Samband við indverska tunglendingarfarið Vikram örfáum mínútum áður en það átti að verða fyrsta indverska geimfarið til að lenda á tunglinu í kvöld. Ekki er ljóst hvort að aðeins sé um fjarskiptavandamál að ræða eða hvort geimfarið hafi brotlent á tunglinu. Vikram er lendingarfar Chandrayaan 2-leiðangurs Indverja sem hófst 22. júlí. Geimfarið hafði gengið á braut um jörðina og tunglið en átti að lenda á suðurpól tunglsins þar sem ekkert geimfar hefur áður lent í kvöld, að sögn Washington Post. K. Sivan, forstjóri indversku geimstofnunarinnar ISRO, sagði eftir að sambandið rofnaði að allt hefði verið með felldu með aðflug Vikram allt þar til geimfarið var um 2.100 metrum yfir yfirborði tunglsins. Þá hafi sambandið rofnað. Verkfræðingar vinna nú að því að greina gögnin sem bárust frá geimfarinu.Space.com segir að gögn sem voru sýnd á meðan á lendingunni stóð hafi næst sýnt Vikram í rúmlega þrjú hundruð metra hæð yfir yfirborðinu. Geimfarið hafi hins vegar verið um einum kílómetra lárétt frá áætluðum lendingarstað þegar sambandið slitnaði. Hefði lendingin gengið að óskum hefðu Indverjar aðeins orðið fjórða þjóðin til að lenda geimfari á tunglinu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, reyndi að stappa stálinu í vísindamennina og landsmenn á Twitter eftir að sambandið við Vikram rofnaði. „Þetta er augnablik til að vera hugrakkur og við verðum hugrökk!“ tísti Modi sem er væntanlegur til Íslands í næstu viku. Um borð í Vikram var tungljeppinn Pragyan sem hefur að líkindum farist með lendingarfarinu. Brautarfarið Chandrayaan 2 er enn starfandi á braut um tunglið og getu haldið áfram athugunum þar næsta árið. Geimurinn Indland Tækni Vísindi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Samband við indverska tunglendingarfarið Vikram örfáum mínútum áður en það átti að verða fyrsta indverska geimfarið til að lenda á tunglinu í kvöld. Ekki er ljóst hvort að aðeins sé um fjarskiptavandamál að ræða eða hvort geimfarið hafi brotlent á tunglinu. Vikram er lendingarfar Chandrayaan 2-leiðangurs Indverja sem hófst 22. júlí. Geimfarið hafði gengið á braut um jörðina og tunglið en átti að lenda á suðurpól tunglsins þar sem ekkert geimfar hefur áður lent í kvöld, að sögn Washington Post. K. Sivan, forstjóri indversku geimstofnunarinnar ISRO, sagði eftir að sambandið rofnaði að allt hefði verið með felldu með aðflug Vikram allt þar til geimfarið var um 2.100 metrum yfir yfirborði tunglsins. Þá hafi sambandið rofnað. Verkfræðingar vinna nú að því að greina gögnin sem bárust frá geimfarinu.Space.com segir að gögn sem voru sýnd á meðan á lendingunni stóð hafi næst sýnt Vikram í rúmlega þrjú hundruð metra hæð yfir yfirborðinu. Geimfarið hafi hins vegar verið um einum kílómetra lárétt frá áætluðum lendingarstað þegar sambandið slitnaði. Hefði lendingin gengið að óskum hefðu Indverjar aðeins orðið fjórða þjóðin til að lenda geimfari á tunglinu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, reyndi að stappa stálinu í vísindamennina og landsmenn á Twitter eftir að sambandið við Vikram rofnaði. „Þetta er augnablik til að vera hugrakkur og við verðum hugrökk!“ tísti Modi sem er væntanlegur til Íslands í næstu viku. Um borð í Vikram var tungljeppinn Pragyan sem hefur að líkindum farist með lendingarfarinu. Brautarfarið Chandrayaan 2 er enn starfandi á braut um tunglið og getu haldið áfram athugunum þar næsta árið.
Geimurinn Indland Tækni Vísindi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira