Erlent

Telja að reykeitrun hafi leitt til dauða 34 skipverja undan ströndum Kaliforníu

Eiður Þór Árnason skrifar
Enn er spurningum ósvarað um eldsvoðann.
Enn er spurningum ósvarað um eldsvoðann. AP/Christian Monterrosa
Yfirvöld telja nú að reykeitrun hafi leitt til dauða þeirra 34 sem létust í eldsvoða á skipinu Conception undan ströndum Kaliforníu fyrr í vikunni. Eldurinn um borð í bátnum braust út síðastliðinn mánudag og enn eru uppi ósvaraðar spurningar um það hver eldsupptök voru og hvernig eldurinn dreifðist um bátinn.Sjá einnig: Minnst 25 dánir í eldsvoða undan ströndum Kaliforníu39 manns voru um borð í skipinu og var að mestu um að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Fimm úr áhöfn skipsins björguðust en þeir sváfu á efsta þilfari skipsins og náðu að stökkva frá borði.Aðrir virðast hafa verið sofandi á neðri þilförum skipsins og hafa lík fundist í skipinu á hafsbotni en það sökk í kjölfar eldsvoðans. Til þess að komast frá svefnrými skipsins þurfti að fara upp þröngan stiga og var í raun bara ein útgönguleið þaðan.Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, í grennd við eyjuna Santa Cruz.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.