Minnst 25 dánir í eldsvoða undan ströndum Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 08:46 Eitt líkanna sem fundist hafa flutt í land. AP/Christian Monterrosa Minnst 25 eru dánir eftir að eldur kom upp í skipi undan ströndum Kaliforníu í gærmorgun. 39 manns voru um borð í skipinu Conception og er að mestu að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Fimm úr áhöfn skipsins björguðust en þeir sváfu á efsta þilfari skipsins. Enn var nótt í Kaliforníu og þegar eldurinn blossaði upp stukku þeir frá borði. Aðrir virðast hafa verið sofandi á neðri þilförum skipsins og hafa lík fundist í skipinu á hafsbotni en það sökk í kjölfar eldsvoðans. Til þess að komast frá svefnrými skipsins þarf að fara upp þröngan stiga og er í raun bara ein útgönguleið þaðan. „Þú gætir ekki beðið um verra ástand,“ hefur AP fréttaveitan eftir fógetanum Bill Brown.Ekki er vitað til þess að aðrir hafi lifað eldsvoðann af, enn sem komið er og ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði. Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, í grennd við eyjuna Santa Cruz. Áhafnarmeðlimirnir sem sluppu frá borði sigldu björgunarbát að öðrum báti sem var þar nærri og vöktu eigendur hans. Í samtali við New York Times segja þau Bob og Shirley Hansen að þegar þau vöknuðu hafi skemmtiskipið verið í ljósum logum og áhafnarmeðlimirnir hafi verið kaldir og hraktir. Þeir hafi einungis verið á nærfötunum þegar þeir stukku í sjóinn.„Ég sá eldinn koma út um göt á hlið skipsins. Þá heyrðust reglulega sprengingar. Þú getur ekki undirbúið þig fyrir eitthvað svona. Þetta var hræðilegt,“ sagði Bob Hansen. Tveir úr áhöfn skipsins fóru aftur að Conception í leit að eftirlifendum en fundu enga.Samkvæmt AP fréttaveitunni sýna opinber gögn að eigendur Conception hafi ávallt brugðist fljótt við ábendingum frá Strandgæslunni við ástandsskoðanir. Á síðustu fimm árum hafi einhverjar ábendingar verið vegna brunavarna og meðal annars hafi eigendurnir þurft að skipta um hitaskynjara í messa skipsins og brunaslöngu.Skipið liggur á hafsbotni en ekki á miklu dýpi. Það ku vera á töluverðri hreyfingu vegna strauma og því hefur gengið erfiðlega að ná líkum úr því. Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50 Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Minnst 25 eru dánir eftir að eldur kom upp í skipi undan ströndum Kaliforníu í gærmorgun. 39 manns voru um borð í skipinu Conception og er að mestu að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Fimm úr áhöfn skipsins björguðust en þeir sváfu á efsta þilfari skipsins. Enn var nótt í Kaliforníu og þegar eldurinn blossaði upp stukku þeir frá borði. Aðrir virðast hafa verið sofandi á neðri þilförum skipsins og hafa lík fundist í skipinu á hafsbotni en það sökk í kjölfar eldsvoðans. Til þess að komast frá svefnrými skipsins þarf að fara upp þröngan stiga og er í raun bara ein útgönguleið þaðan. „Þú gætir ekki beðið um verra ástand,“ hefur AP fréttaveitan eftir fógetanum Bill Brown.Ekki er vitað til þess að aðrir hafi lifað eldsvoðann af, enn sem komið er og ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði. Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, í grennd við eyjuna Santa Cruz. Áhafnarmeðlimirnir sem sluppu frá borði sigldu björgunarbát að öðrum báti sem var þar nærri og vöktu eigendur hans. Í samtali við New York Times segja þau Bob og Shirley Hansen að þegar þau vöknuðu hafi skemmtiskipið verið í ljósum logum og áhafnarmeðlimirnir hafi verið kaldir og hraktir. Þeir hafi einungis verið á nærfötunum þegar þeir stukku í sjóinn.„Ég sá eldinn koma út um göt á hlið skipsins. Þá heyrðust reglulega sprengingar. Þú getur ekki undirbúið þig fyrir eitthvað svona. Þetta var hræðilegt,“ sagði Bob Hansen. Tveir úr áhöfn skipsins fóru aftur að Conception í leit að eftirlifendum en fundu enga.Samkvæmt AP fréttaveitunni sýna opinber gögn að eigendur Conception hafi ávallt brugðist fljótt við ábendingum frá Strandgæslunni við ástandsskoðanir. Á síðustu fimm árum hafi einhverjar ábendingar verið vegna brunavarna og meðal annars hafi eigendurnir þurft að skipta um hitaskynjara í messa skipsins og brunaslöngu.Skipið liggur á hafsbotni en ekki á miklu dýpi. Það ku vera á töluverðri hreyfingu vegna strauma og því hefur gengið erfiðlega að ná líkum úr því.
Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50 Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50
Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39