Íslenski boltinn

Ólafur: Liðsmórall og góð vinnusemi

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. vísir/bára
„Liðsmórall, góð vinnusemi og hrikalegt boozt,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari FH, um FH-liðið eftir góðan sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

„Fyrsta korterið erum við miklu betri. Þegar þeir fóru að þvinga okkur í að sparka í stað þess að spila þá ná þeir yfirhöndinni og þeir skora mjög gott mark, ég væri til í að fá uppskriftina af þessu.“

„Við töluðum um það að í fyrri hálfleik vorum við að koma okkur í stöður sem við nýttum okkur ekki nógu vel en nýttu það betur í seinni hálfleik. Smám saman þá tókum við bara leikinn yfir.“

Morten Beck kom aftur inní byrjunarlið FH eftir smá pásu og skilaði góðu dagsverki. Óli hrósar honum fyrir sterka innkomu í dag.

„Hann er virkilega góður liðsmaður, frábær mörk hjá honum. Hann er búinn að fá smá pásu, hann fékk rautt á móti Fylki og kom heldur betur sterkur inn í dag.“

Óli segir það frábært að fara inní bikarúrslitin með sigri í dag og að það gefi strákunum extra boozt fyrir framhaldið.

„Ég sagði það fyrir leik að það væri góður pallur að fara inní bikarúrslitaleik með sigri og 31 stig. Við fögnum þessu og svo koma þrír leikir í beit þarna í september þar sem við verðum að sækja stig.“

Ef liðið spilar eins og það gerði í seinni hálfleik, vinni þið þá bikarúrslita leikinn?

„Já, þegar liðið spilar svona þá vinnum við flest alla leiki en það þarf að ná þessum neista og halda honum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×