Liverpool eyddi aðeins þremur prósentum af verðlaunafénu í nýja leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 23:00 Jürgen Klopp tímdi ekki eða vildi ekki styrkja Liverpol liðið í sumar. Getty/Mike Kireev Liverpool var mjög rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hljómaði meira eins og Arsene Wenger á byggingartíma Emirates-leikvangsins en stjóri nýkrýndra Evrópumeistara. Liverpool bauðst meðal annars að fá aftur Philippe Coutinho frá Barcelona en Brasilíumaðurinn endaði síðan á því að fara á láni til Bayern München. Leikmenn voru skiljanlega orðaðir við Liverpool í sumar og stuðningsmenn gerðu örugglega væntingar til þess að fá eitthvað nýtt blóð inn í liðið. Evrópumeistarar Liverpool mæta hins vegar til leiks með sama lið fyrir utan það að nokkrir leikmenn hafa skilað sér til baka eftir erfið meiðsli. Jürgen Klopp var margspurður út í hugsanleg kaup á nýjum leikmönnum en stóð fastur á sínu að spara peninginn. Það þótti mörgum skrýtið miðað við allan þann pening sem sigurinn í Meistaradeildinni færði félaginu.Champions League prize money: £67m Sepp van den Berg: £1.71m : Adrian: £0 Jurgen, how can you have no money left? #LFC#Coutinhohttps://t.co/8JFVe7aloL — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 20, 2019Jürgen Klopp talaði meðal annars um að Liverpool hefði ekki efni á Philippe Coutinho en Bayern borgaði 7,78 milljónir punda fyrir eins árs lánssamningur og fær tækifæri til að kaupa Brassann fyrir 109 milljónir punda næsta sumar. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í janúar 2018 fyrir 142 milljónir punda og gat því nýtt þá peninga til að styrkja liðið með mönnum eins og Virgil van Dijk og Alisson sem í sameiningu gerbreyttu varnarleik Liverpool. Í sumar fékk Liverpool 67 milljónir punda fyrir sigurinn í Meistaradeildinni samkvæmt samantekt Givemesport-vefsins en eyddi á móti aðeins 1,71 milljónum punda í nýja leikmenn. Það þýðir að Liverpool eyddi aðeins tæplega þrjú prósent af þessu verðlaunafé í að styrkja liðið sitt en annar af nýjum mönnunum, markvörðurinn Adrian, kom á frjálsri sölu. Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Liverpool var mjög rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hljómaði meira eins og Arsene Wenger á byggingartíma Emirates-leikvangsins en stjóri nýkrýndra Evrópumeistara. Liverpool bauðst meðal annars að fá aftur Philippe Coutinho frá Barcelona en Brasilíumaðurinn endaði síðan á því að fara á láni til Bayern München. Leikmenn voru skiljanlega orðaðir við Liverpool í sumar og stuðningsmenn gerðu örugglega væntingar til þess að fá eitthvað nýtt blóð inn í liðið. Evrópumeistarar Liverpool mæta hins vegar til leiks með sama lið fyrir utan það að nokkrir leikmenn hafa skilað sér til baka eftir erfið meiðsli. Jürgen Klopp var margspurður út í hugsanleg kaup á nýjum leikmönnum en stóð fastur á sínu að spara peninginn. Það þótti mörgum skrýtið miðað við allan þann pening sem sigurinn í Meistaradeildinni færði félaginu.Champions League prize money: £67m Sepp van den Berg: £1.71m : Adrian: £0 Jurgen, how can you have no money left? #LFC#Coutinhohttps://t.co/8JFVe7aloL — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 20, 2019Jürgen Klopp talaði meðal annars um að Liverpool hefði ekki efni á Philippe Coutinho en Bayern borgaði 7,78 milljónir punda fyrir eins árs lánssamningur og fær tækifæri til að kaupa Brassann fyrir 109 milljónir punda næsta sumar. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í janúar 2018 fyrir 142 milljónir punda og gat því nýtt þá peninga til að styrkja liðið með mönnum eins og Virgil van Dijk og Alisson sem í sameiningu gerbreyttu varnarleik Liverpool. Í sumar fékk Liverpool 67 milljónir punda fyrir sigurinn í Meistaradeildinni samkvæmt samantekt Givemesport-vefsins en eyddi á móti aðeins 1,71 milljónum punda í nýja leikmenn. Það þýðir að Liverpool eyddi aðeins tæplega þrjú prósent af þessu verðlaunafé í að styrkja liðið sitt en annar af nýjum mönnunum, markvörðurinn Adrian, kom á frjálsri sölu.
Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira