Liverpool eyddi aðeins þremur prósentum af verðlaunafénu í nýja leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 23:00 Jürgen Klopp tímdi ekki eða vildi ekki styrkja Liverpol liðið í sumar. Getty/Mike Kireev Liverpool var mjög rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hljómaði meira eins og Arsene Wenger á byggingartíma Emirates-leikvangsins en stjóri nýkrýndra Evrópumeistara. Liverpool bauðst meðal annars að fá aftur Philippe Coutinho frá Barcelona en Brasilíumaðurinn endaði síðan á því að fara á láni til Bayern München. Leikmenn voru skiljanlega orðaðir við Liverpool í sumar og stuðningsmenn gerðu örugglega væntingar til þess að fá eitthvað nýtt blóð inn í liðið. Evrópumeistarar Liverpool mæta hins vegar til leiks með sama lið fyrir utan það að nokkrir leikmenn hafa skilað sér til baka eftir erfið meiðsli. Jürgen Klopp var margspurður út í hugsanleg kaup á nýjum leikmönnum en stóð fastur á sínu að spara peninginn. Það þótti mörgum skrýtið miðað við allan þann pening sem sigurinn í Meistaradeildinni færði félaginu.Champions League prize money: £67m Sepp van den Berg: £1.71m : Adrian: £0 Jurgen, how can you have no money left? #LFC#Coutinhohttps://t.co/8JFVe7aloL — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 20, 2019Jürgen Klopp talaði meðal annars um að Liverpool hefði ekki efni á Philippe Coutinho en Bayern borgaði 7,78 milljónir punda fyrir eins árs lánssamningur og fær tækifæri til að kaupa Brassann fyrir 109 milljónir punda næsta sumar. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í janúar 2018 fyrir 142 milljónir punda og gat því nýtt þá peninga til að styrkja liðið með mönnum eins og Virgil van Dijk og Alisson sem í sameiningu gerbreyttu varnarleik Liverpool. Í sumar fékk Liverpool 67 milljónir punda fyrir sigurinn í Meistaradeildinni samkvæmt samantekt Givemesport-vefsins en eyddi á móti aðeins 1,71 milljónum punda í nýja leikmenn. Það þýðir að Liverpool eyddi aðeins tæplega þrjú prósent af þessu verðlaunafé í að styrkja liðið sitt en annar af nýjum mönnunum, markvörðurinn Adrian, kom á frjálsri sölu. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Liverpool var mjög rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hljómaði meira eins og Arsene Wenger á byggingartíma Emirates-leikvangsins en stjóri nýkrýndra Evrópumeistara. Liverpool bauðst meðal annars að fá aftur Philippe Coutinho frá Barcelona en Brasilíumaðurinn endaði síðan á því að fara á láni til Bayern München. Leikmenn voru skiljanlega orðaðir við Liverpool í sumar og stuðningsmenn gerðu örugglega væntingar til þess að fá eitthvað nýtt blóð inn í liðið. Evrópumeistarar Liverpool mæta hins vegar til leiks með sama lið fyrir utan það að nokkrir leikmenn hafa skilað sér til baka eftir erfið meiðsli. Jürgen Klopp var margspurður út í hugsanleg kaup á nýjum leikmönnum en stóð fastur á sínu að spara peninginn. Það þótti mörgum skrýtið miðað við allan þann pening sem sigurinn í Meistaradeildinni færði félaginu.Champions League prize money: £67m Sepp van den Berg: £1.71m : Adrian: £0 Jurgen, how can you have no money left? #LFC#Coutinhohttps://t.co/8JFVe7aloL — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 20, 2019Jürgen Klopp talaði meðal annars um að Liverpool hefði ekki efni á Philippe Coutinho en Bayern borgaði 7,78 milljónir punda fyrir eins árs lánssamningur og fær tækifæri til að kaupa Brassann fyrir 109 milljónir punda næsta sumar. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í janúar 2018 fyrir 142 milljónir punda og gat því nýtt þá peninga til að styrkja liðið með mönnum eins og Virgil van Dijk og Alisson sem í sameiningu gerbreyttu varnarleik Liverpool. Í sumar fékk Liverpool 67 milljónir punda fyrir sigurinn í Meistaradeildinni samkvæmt samantekt Givemesport-vefsins en eyddi á móti aðeins 1,71 milljónum punda í nýja leikmenn. Það þýðir að Liverpool eyddi aðeins tæplega þrjú prósent af þessu verðlaunafé í að styrkja liðið sitt en annar af nýjum mönnunum, markvörðurinn Adrian, kom á frjálsri sölu.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira