Enski boltinn

Wolves elskar að spila gegn „stóru liðunum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neves fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Manchester United í gær.
Neves fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Manchester United í gær. vísir/getty

Wolves heldur áfram að gera flotta hluti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið kom aftur upp í deild þeirra bestu á síðustu leiktíð.

Fyrsta tímabil þeirra í efstu deild í mörg ár var frábært. Þeir tryggðu sér Evrópusæti og eru nú komnir í umspil um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Á síðasta ári náði Wolves í frábær úrslit gegn „stóru liðunum“ og þeir héldu uppteknum hætti í gær er þeir gerðu 1-1 jafntefli við Manchester United á heimavelli.

Í þeim þrettán leikjum sem Wolves hefur spilað við eitt af stóru liðunum á Englandi hefur liðið unnið fimm leiki, gert fimm jafntefli og einungis tapað þrisvar.

Afar athyglisverð tölfræði Wolves og ljóst að portúgalski stjóri Wolves, Nuno Espírito Santo, nær að koma sínum mönnum í gírinn fyrir stórleikina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.