Pepsi Max-mörkin: Veit um menn sem voru til í að keyra Brand í Norrænu

Færeyingurinn Brandur Olsen hefur heldur betur vaknað til lífsins í liði FH síðustu vikur og með hann í banastuði hefur FH verið að klífa töfluna í Pepsi Max-deild karla.
„Ég veit um menn sem voru til í að keyra hann í Norrænu þeir voru svo óánægðir með hann. Það voru þeir til í að gera frítt,“ sagði Logi Ólafsson í Pepsi Max-mörkunum í gær.
Brandur skoraði bæði mörk FH í 2-1 sigrinum á FH og sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins.
Sjá má mörkin og umræðuna um Brand hér að neðan.
Tengdar fréttir

Pepsi Max-mörkin: Dómarinn á að sjá í gegnum þetta
HK fékk víti í Grindavík í síðasta leik og ekki voru allir á eitt sáttir um hvort það hefði verið réttur dómur hjá Þorvaldi Árnasyni.

Pepsi Max-mörkin: Magnað að þetta hafi þróast svona hjá Val
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson áttu ekki sinn besta dag er félög þeirra, Valur og Breiðablik, mættust í gær í sex marka leik.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika
Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins.