Enski boltinn

Derby fer rólega af stað undir stjórn Cocu | Uglurnar tylltu sér á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik Bristol City og Derby County.
Úr leik Bristol City og Derby County. vísir/getty

Philipp Cocu fer ekkert sérstaklega vel af stað sem knattspyrnustjóri Derby County. Í kvöld tapaði liðið fyrir Bristol City, 1-2, í ensku B-deildinni. Derby er í 11. sæti deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki.

Sheffield Wednesday tyllti sér á topp deildarinnar með 1-0 sigri á nýliðum Luton Town. Kadeem Harris skoraði eina mark leiksins.

Uglurnar eru með níu stig á toppnum. Liðin fyrir neðan eiga öll leik til góða. Luton er í 23. og næstneðsta sæti deildarinnar með eitt stig.

Middlesbrough vann fyrsta deildarleikinn undir stjórn Jonathans Woodgate þegar liðið lagði Wigan Athletic að velli, 1-0. Britt Assombalonga skoraði eina mark leiksins.

Blackburn Rovers vann sinn annan leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Hull City á útivelli, 0-1.

Þá hafði Birmingham City betur gegn Barnsley, 2-0.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.