Enski boltinn

Derby fer rólega af stað undir stjórn Cocu | Uglurnar tylltu sér á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik Bristol City og Derby County.
Úr leik Bristol City og Derby County. vísir/getty
Philipp Cocu fer ekkert sérstaklega vel af stað sem knattspyrnustjóri Derby County. Í kvöld tapaði liðið fyrir Bristol City, 1-2, í ensku B-deildinni. Derby er í 11. sæti deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki.

Sheffield Wednesday tyllti sér á topp deildarinnar með 1-0 sigri á nýliðum Luton Town. Kadeem Harris skoraði eina mark leiksins.

Uglurnar eru með níu stig á toppnum. Liðin fyrir neðan eiga öll leik til góða. Luton er í 23. og næstneðsta sæti deildarinnar með eitt stig.

Middlesbrough vann fyrsta deildarleikinn undir stjórn Jonathans Woodgate þegar liðið lagði Wigan Athletic að velli, 1-0. Britt Assombalonga skoraði eina mark leiksins.

Blackburn Rovers vann sinn annan leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Hull City á útivelli, 0-1.

Þá hafði Birmingham City betur gegn Barnsley, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×