Enski boltinn

Gerði grín að sköllóttum Alan Shearer og Danny Murphy: Kvörtunum rigndi inn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lineker og Shearer við störf á bikarleik á síðustu leiktíð.
Lineker og Shearer við störf á bikarleik á síðustu leiktíð. vísir/getty

Sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker kom sér í vandræði eftir að hann gerði grín að sköllóttum í þættinum Match Of the Day á laugardagskvöldið.

Lineker er einn launahæsti sjónvarpsmaður BBC en hann fær tæplega 2 milljónir punda á ári í laun en ummæli hans á laugardagskvöldið fóru fyrir brjóstið á einhverjum áhorfendum.

Alan Shearer og Danny Murphy, fyrrum knattspyrnumenn og landsliðsmenn, voru spekingar Lineker á laugardagskvöldið en þeir eru báðir sköllóttir.

„Þetta er öflug byrjun á ensku úrvalsdeildinni í ár. Þetta fær hárið til að rísa stundum... fyrir utan ykkur Alan Shearer og Danny Murphy,“ grínaðist Lineker. Shearer og Murphy skelltu upp úr og virtust hafa gaman að brandaranum.

Grínið fór hins vegar fyrir brjóstið á einhverjum áhorfendum sem sendu inn kvörtun til breska ríkissjónvarpsins.
Upplýsingafulltrúi BBC vildi ekki tjá sig um málið er eftir því var leitað og vildi heldur ekki svara spurningu um hvort að grín um sköllótta menn yrðu áfram viðloðandi þáttinn.

Lineker, sem er fyrrum framherji enska landsliðsins, grínaðist með málið á Twitter-aðgangi sínum í gær eins og má sjá hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.