Erlent

258 fangar á flótta eftir að mótmælendur báru eld að fangelsi

Eiður Þór Árnason skrifar
Vísir/EPA
Yfirvöld í Indónesíu leita nú minnst 250 fanga sem sluppu úr fangelsi í Vestur-Papua héraðinu í Indónesíu á mánudag. Fangarnir lögðu á flótta eftir að mótmælendur báru eld að fangelsinu.Þúsundir íbúa í Papua og Vestur-Papua héruðunum söfnuðust saman í nokkrum borgum, lokuðu vegum og kveiktu víða í byggingum, þar á meðal þinghúsinu í Vestur-Papua.Átökin hófust þegar nemendur í borginni Surabaya í Papua héraðinu voru handteknir, grunaðir um að hafa vanvirt Indónesíska þjóðfánann.Marlien Lande, talskona indónesíska dómsmálaráðuneytisins, segir að kveikt hafi verið í fangelsinu og grjóti hent í átt að föngum. Segir hún að nokkrir fangaverðir og starfsmenn hafi slasast í atvikinu. Nokkrir fanganna hafa gefið sig fram við yfirvöld.Papua héraðið, sem var áður hollensk nýlenda, lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1961 en varð síðar hluti af Indónesíu. Í héraðinu starfar enn áberandi aðskilnaðarhreyfing sem berst fyrir sjálfstæði svæðisins og hafa yfirvöld í Indónesíu verið sökuð um mannréttindabrot á svæðinu.Um er að ræða síðasta atburðinn í langri átakasögu aðskilnaðarsinna og indónesískra stjórnvalda. Önnur mótmæli hafa verið skipulögð og hefur lögregluliðsauki verið sendur á svæðið sökum þessa.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.