Enski boltinn

Daniel Sturridge endaði í tyrknesku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge endaði Liverpool ferilinn með því að vinna Meistaradeildina.
Daniel Sturridge endaði Liverpool ferilinn með því að vinna Meistaradeildina. Getty/Marc Atkins
Daniel Sturridge hefur gert þriggja ára samning við tyrkneska félagið Trabzonspor og ekkert varð því að því að hann færi í bandaríska boltann.

Daniel Sturridge hefur verið án liðs síðan í sumar þegar samningur hans við Liverpool rann út.



 

Daniel Sturridge lék í sex ár með Liverpool og var með 67 mörk í 160 leikjum fyrir félagið. Hann hóf feril sinn hjá Manchester City en fór þaðan til Chelsea.

Trabzonspor hefur sex sinnum orðið tyrkneskur meistari en endaði í fjórða sætið í deildinni á síðustu leiktíð.

Liðið mætir AEK Aþenu í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur.

Hjá eru leikmenn eins og Jose Sosa (áður hjá Bayern og AC Milan) og Norðmaðurinn Alexander Sörloth. Sörloth kom á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace.

Daniel Sturridge er búinn að taka út sex vikna bann fyrir brot á reglum um veðmál fótboltamanna en hann mátti spila aftur 31. júlí síðastliðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×