Enski boltinn

Daniel Sturridge endaði í tyrknesku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge endaði Liverpool ferilinn með því að vinna Meistaradeildina.
Daniel Sturridge endaði Liverpool ferilinn með því að vinna Meistaradeildina. Getty/Marc Atkins

Daniel Sturridge hefur gert þriggja ára samning við tyrkneska félagið Trabzonspor og ekkert varð því að því að hann færi í bandaríska boltann.

Daniel Sturridge hefur verið án liðs síðan í sumar þegar samningur hans við Liverpool rann út.


 
Daniel Sturridge lék í sex ár með Liverpool og var með 67 mörk í 160 leikjum fyrir félagið. Hann hóf feril sinn hjá Manchester City en fór þaðan til Chelsea.

Trabzonspor hefur sex sinnum orðið tyrkneskur meistari en endaði í fjórða sætið í deildinni á síðustu leiktíð.

Liðið mætir AEK Aþenu í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur.

Hjá eru leikmenn eins og Jose Sosa (áður hjá Bayern og AC Milan) og Norðmaðurinn Alexander Sörloth. Sörloth kom á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace.

Daniel Sturridge er búinn að taka út sex vikna bann fyrir brot á reglum um veðmál fótboltamanna en hann mátti spila aftur 31. júlí síðastliðinn.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.