Erlent

Segja ekkert benda til þess að plastagnir séu hættulegar fólki

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fólk er hvatt til þess að draga úr plastnotkun, þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarinnar.
Fólk er hvatt til þess að draga úr plastnotkun, þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarinnar. Vísir/getty

Vísindamenn á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sem rannsakað hafa áhrif plastagna sem finnast í vatni og víða í náttúrunni, hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að agnirnar séu hættulegar mönnum.

Í skýrslunni er fólk þó hvatt til að draga úr plastnotkun og tekið fram að nánari rannsókna á málinu sé þörf. Plastframleiðsla hefur aukist gríðarlega í heiminum síðustu áratugina og talið er að hún muni hafa tvöfaldast árið 2025 frá því sem nú er.

Það þýðir að plastögnum fjölgar enn meir en nú er og berast þær í menn með drykkjarvatni meðal annars. Í skýrslunni segir að þótt plastagnirnar berist í líkama fólks hafi plastið engin áhrif á líkamsstarfsemina. Stærri agnirnar renni einfaldlega í gegn án þess að hafa áhrif en þær minnstu eru taldar geta orðið eftir í líkamanum, en þá í svo litlu mæli að það hafi lítil sem engin áhrif.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.