Enski boltinn

Guardiola bálreiður út í ensku úrvalsdeildina: Vildi fleiri verðlaunapeninga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pep Guardiola skilur ekkert í ensku úrvalsdeildinni. City fékk neitun er þeir báðu um fleiri verðlaunapeninga.
Pep Guardiola skilur ekkert í ensku úrvalsdeildinni. City fékk neitun er þeir báðu um fleiri verðlaunapeninga. vísir/getty

Manchester City óskaði eftir því að fá fleiri verðlaunapeninga fyrir Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð en þeirri bón var neitað.

City varði enska titilinn á síðustu leiktíð þar sem liðið endaði einu stigi á undan Liverpoool en ekki fengu allir leikmenn liðsins verðlaunapening.

The Mail greinir frá því að City hafi verið gefið 40 verðlaunapeningar til þess að gefa leikmönnum og starfsmönnum en var neitað um fleiri.

Taka þarf þátt í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni eða fleirum til þess að fá verðlaunapening og enska úrvalsdeildin segir að 40 verðlaunapeningar séu meira en nóg.

„Þetta er fáránlegt. Ef þeir vilja verðlaunapeninginn minn þá mun ég gefa þeim hann,“ sagði Guardiola en margir ungir leikmenn City-liðsins fengu ekki medalíu.

„Þeir eru meistarar. Þeir lögðu hart að sér frá degi eitt; í búningsherberginu og úti á vellinum. Þeir spiluðu ekki og það var mín ákvörðun en það er alveg sama.“

„Kannski er það svo dýrt fyrir ensku úrvalsdeildina að gefa þrjár, fjórar eða fimm medalíur til ungu strákanna. Auðvitað verð ég áhyggjufullur yfir þessu.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.