„Myndi ekki líka vel við hann þótt hann myndi bjóða mér fimm milljarða dollara“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. ágúst 2019 11:00 Nasri og Frimpong í orðaskaki eftir bikarleikinn umtalaða. vísir/getty Hinn skrautlegi fyrrum miðjumaður Arsenal, Emmanuel Frimpong, segir að hann og Samir Nasri hafi aldrei átt samleið hjá félaginu eftir atvik sem átti sér stað í deildarleik gegn Liverpool árið 2011. Arsenal tapaði leiknum en þetta var einungis annar leikur Frimpong fyrir Arsenal. Hann fékk rauða spjaldið á 70. mínútu en þá var staðan markalaus. Lokatölur urðu 2-0 sigur Liverpool. Eftir leikinn gerðist atvik í búningsherbergi Arsenal sem átti eftir að draga heldur betur dilk á eftir sér. „Það þurfti enginn að segja mér að það sem gerðist var heimskulegt. Eftir leikinn komu allir inn í búningsherbergið og Wenger var hljóður. Svo stóð Nasri upp fyrir framan alla og sagði að tapið hefði verið mér að kenna.“ „Ég get skilið það en ég hugsaði afhverju myndi einhver, sérstaklega þegar ég er að spila minn annan leik, gera svona við ungan leikmann á þessu augnabliki?“'Even if he gives me five billion dollars, I will still not like him' Emmanuel Frimpong reveals his disdain for Samir Nasri and the full story behind his bust-ups with former Arsenal team-matehttps://t.co/qSp5t004Oo — MailOnline Sport (@MailSport) August 21, 2019Fjörinu milli þeirra var ekki lokið. Þegar Nasri gekk í raðir Manchester City nokkrum mánuðum eftir tapið gegn Liverpool óskaði Jack Wilshere Frakkanum góðs gengis á Twitter. Frimpong og Wilshere voru þá samherjar hjá Arsenal og hann svaraði tísti Wilshere: „Pfff, láttu ekki svona Jack.“ Það fór ekki vel í Nasri sem hringdi í Alex Song, leikmann Arsenal, á þeim tímapunkti og bað hann um að fá að tala við Frimpong eftir eina æfingu Arsenal. „Ég tók símann af Alex og þetta var Nasri að hóta mér. Hann sagði að þegar hann sæi mig þá myndi hitt og þetta gerast. Ég sagði við hann að ég væri ekki hræddur við hann. Ef við vildum leysa þetta eins og menn, þá myndum við gerum það.“ „Ég sagði við hann að mér líkaði ekki vel við hann, ég virti hann ekki og ég myndi aldrei virða hann sem atvinnumann,“ sagði grjótharður Frimpong.Það var rosalegur hiti í deildarbikarleiknum milli Frimpong og Nasri.vísir/gettyStríð þeirra náði hæstum hæðum er Arsenal mætti Manchester City í deildarbikarnum árið 2011. Frimpong og Nasri spiluðu báðir þann leik og þar sauð allt upp úr. „Á meðan leiknum stóð sagði hann að hann gæti keypt mig. Svo heimskur er þessi gaur. Hann gat það líklega því þá átti hann milljónir en þetta er enginn virðing.“ „Þetta er það sem gerðist. Hann lagði mig í einelti. Hann vissi ekki hvernig átti að taka ábyrgðinni sem aðalleikmaður og hjálpa ungum leikmönnum. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir eldri leikmönnunum.“ „Þú getur spurt Aaron Ramsey og Jack Wilshere. Ég bar alltaf virðingu fyrir þeim en sannleikurinn er sá að mér líkaði aldrei við Nasri og mér mun aldrei líka vel við hann. Þótt að hann gefi mér fimm milljarða dollara mun mér ekki líka vel við hann,“ sagði Frimpong að lokum. Frimpong er nú án félags einungis 27 ára gamall en hann lék síðast með Ermis Aradippou á Kýpur. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Hinn skrautlegi fyrrum miðjumaður Arsenal, Emmanuel Frimpong, segir að hann og Samir Nasri hafi aldrei átt samleið hjá félaginu eftir atvik sem átti sér stað í deildarleik gegn Liverpool árið 2011. Arsenal tapaði leiknum en þetta var einungis annar leikur Frimpong fyrir Arsenal. Hann fékk rauða spjaldið á 70. mínútu en þá var staðan markalaus. Lokatölur urðu 2-0 sigur Liverpool. Eftir leikinn gerðist atvik í búningsherbergi Arsenal sem átti eftir að draga heldur betur dilk á eftir sér. „Það þurfti enginn að segja mér að það sem gerðist var heimskulegt. Eftir leikinn komu allir inn í búningsherbergið og Wenger var hljóður. Svo stóð Nasri upp fyrir framan alla og sagði að tapið hefði verið mér að kenna.“ „Ég get skilið það en ég hugsaði afhverju myndi einhver, sérstaklega þegar ég er að spila minn annan leik, gera svona við ungan leikmann á þessu augnabliki?“'Even if he gives me five billion dollars, I will still not like him' Emmanuel Frimpong reveals his disdain for Samir Nasri and the full story behind his bust-ups with former Arsenal team-matehttps://t.co/qSp5t004Oo — MailOnline Sport (@MailSport) August 21, 2019Fjörinu milli þeirra var ekki lokið. Þegar Nasri gekk í raðir Manchester City nokkrum mánuðum eftir tapið gegn Liverpool óskaði Jack Wilshere Frakkanum góðs gengis á Twitter. Frimpong og Wilshere voru þá samherjar hjá Arsenal og hann svaraði tísti Wilshere: „Pfff, láttu ekki svona Jack.“ Það fór ekki vel í Nasri sem hringdi í Alex Song, leikmann Arsenal, á þeim tímapunkti og bað hann um að fá að tala við Frimpong eftir eina æfingu Arsenal. „Ég tók símann af Alex og þetta var Nasri að hóta mér. Hann sagði að þegar hann sæi mig þá myndi hitt og þetta gerast. Ég sagði við hann að ég væri ekki hræddur við hann. Ef við vildum leysa þetta eins og menn, þá myndum við gerum það.“ „Ég sagði við hann að mér líkaði ekki vel við hann, ég virti hann ekki og ég myndi aldrei virða hann sem atvinnumann,“ sagði grjótharður Frimpong.Það var rosalegur hiti í deildarbikarleiknum milli Frimpong og Nasri.vísir/gettyStríð þeirra náði hæstum hæðum er Arsenal mætti Manchester City í deildarbikarnum árið 2011. Frimpong og Nasri spiluðu báðir þann leik og þar sauð allt upp úr. „Á meðan leiknum stóð sagði hann að hann gæti keypt mig. Svo heimskur er þessi gaur. Hann gat það líklega því þá átti hann milljónir en þetta er enginn virðing.“ „Þetta er það sem gerðist. Hann lagði mig í einelti. Hann vissi ekki hvernig átti að taka ábyrgðinni sem aðalleikmaður og hjálpa ungum leikmönnum. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir eldri leikmönnunum.“ „Þú getur spurt Aaron Ramsey og Jack Wilshere. Ég bar alltaf virðingu fyrir þeim en sannleikurinn er sá að mér líkaði aldrei við Nasri og mér mun aldrei líka vel við hann. Þótt að hann gefi mér fimm milljarða dollara mun mér ekki líka vel við hann,“ sagði Frimpong að lokum. Frimpong er nú án félags einungis 27 ára gamall en hann lék síðast með Ermis Aradippou á Kýpur.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira