„Myndi ekki líka vel við hann þótt hann myndi bjóða mér fimm milljarða dollara“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. ágúst 2019 11:00 Nasri og Frimpong í orðaskaki eftir bikarleikinn umtalaða. vísir/getty Hinn skrautlegi fyrrum miðjumaður Arsenal, Emmanuel Frimpong, segir að hann og Samir Nasri hafi aldrei átt samleið hjá félaginu eftir atvik sem átti sér stað í deildarleik gegn Liverpool árið 2011. Arsenal tapaði leiknum en þetta var einungis annar leikur Frimpong fyrir Arsenal. Hann fékk rauða spjaldið á 70. mínútu en þá var staðan markalaus. Lokatölur urðu 2-0 sigur Liverpool. Eftir leikinn gerðist atvik í búningsherbergi Arsenal sem átti eftir að draga heldur betur dilk á eftir sér. „Það þurfti enginn að segja mér að það sem gerðist var heimskulegt. Eftir leikinn komu allir inn í búningsherbergið og Wenger var hljóður. Svo stóð Nasri upp fyrir framan alla og sagði að tapið hefði verið mér að kenna.“ „Ég get skilið það en ég hugsaði afhverju myndi einhver, sérstaklega þegar ég er að spila minn annan leik, gera svona við ungan leikmann á þessu augnabliki?“'Even if he gives me five billion dollars, I will still not like him' Emmanuel Frimpong reveals his disdain for Samir Nasri and the full story behind his bust-ups with former Arsenal team-matehttps://t.co/qSp5t004Oo — MailOnline Sport (@MailSport) August 21, 2019Fjörinu milli þeirra var ekki lokið. Þegar Nasri gekk í raðir Manchester City nokkrum mánuðum eftir tapið gegn Liverpool óskaði Jack Wilshere Frakkanum góðs gengis á Twitter. Frimpong og Wilshere voru þá samherjar hjá Arsenal og hann svaraði tísti Wilshere: „Pfff, láttu ekki svona Jack.“ Það fór ekki vel í Nasri sem hringdi í Alex Song, leikmann Arsenal, á þeim tímapunkti og bað hann um að fá að tala við Frimpong eftir eina æfingu Arsenal. „Ég tók símann af Alex og þetta var Nasri að hóta mér. Hann sagði að þegar hann sæi mig þá myndi hitt og þetta gerast. Ég sagði við hann að ég væri ekki hræddur við hann. Ef við vildum leysa þetta eins og menn, þá myndum við gerum það.“ „Ég sagði við hann að mér líkaði ekki vel við hann, ég virti hann ekki og ég myndi aldrei virða hann sem atvinnumann,“ sagði grjótharður Frimpong.Það var rosalegur hiti í deildarbikarleiknum milli Frimpong og Nasri.vísir/gettyStríð þeirra náði hæstum hæðum er Arsenal mætti Manchester City í deildarbikarnum árið 2011. Frimpong og Nasri spiluðu báðir þann leik og þar sauð allt upp úr. „Á meðan leiknum stóð sagði hann að hann gæti keypt mig. Svo heimskur er þessi gaur. Hann gat það líklega því þá átti hann milljónir en þetta er enginn virðing.“ „Þetta er það sem gerðist. Hann lagði mig í einelti. Hann vissi ekki hvernig átti að taka ábyrgðinni sem aðalleikmaður og hjálpa ungum leikmönnum. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir eldri leikmönnunum.“ „Þú getur spurt Aaron Ramsey og Jack Wilshere. Ég bar alltaf virðingu fyrir þeim en sannleikurinn er sá að mér líkaði aldrei við Nasri og mér mun aldrei líka vel við hann. Þótt að hann gefi mér fimm milljarða dollara mun mér ekki líka vel við hann,“ sagði Frimpong að lokum. Frimpong er nú án félags einungis 27 ára gamall en hann lék síðast með Ermis Aradippou á Kýpur. Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
Hinn skrautlegi fyrrum miðjumaður Arsenal, Emmanuel Frimpong, segir að hann og Samir Nasri hafi aldrei átt samleið hjá félaginu eftir atvik sem átti sér stað í deildarleik gegn Liverpool árið 2011. Arsenal tapaði leiknum en þetta var einungis annar leikur Frimpong fyrir Arsenal. Hann fékk rauða spjaldið á 70. mínútu en þá var staðan markalaus. Lokatölur urðu 2-0 sigur Liverpool. Eftir leikinn gerðist atvik í búningsherbergi Arsenal sem átti eftir að draga heldur betur dilk á eftir sér. „Það þurfti enginn að segja mér að það sem gerðist var heimskulegt. Eftir leikinn komu allir inn í búningsherbergið og Wenger var hljóður. Svo stóð Nasri upp fyrir framan alla og sagði að tapið hefði verið mér að kenna.“ „Ég get skilið það en ég hugsaði afhverju myndi einhver, sérstaklega þegar ég er að spila minn annan leik, gera svona við ungan leikmann á þessu augnabliki?“'Even if he gives me five billion dollars, I will still not like him' Emmanuel Frimpong reveals his disdain for Samir Nasri and the full story behind his bust-ups with former Arsenal team-matehttps://t.co/qSp5t004Oo — MailOnline Sport (@MailSport) August 21, 2019Fjörinu milli þeirra var ekki lokið. Þegar Nasri gekk í raðir Manchester City nokkrum mánuðum eftir tapið gegn Liverpool óskaði Jack Wilshere Frakkanum góðs gengis á Twitter. Frimpong og Wilshere voru þá samherjar hjá Arsenal og hann svaraði tísti Wilshere: „Pfff, láttu ekki svona Jack.“ Það fór ekki vel í Nasri sem hringdi í Alex Song, leikmann Arsenal, á þeim tímapunkti og bað hann um að fá að tala við Frimpong eftir eina æfingu Arsenal. „Ég tók símann af Alex og þetta var Nasri að hóta mér. Hann sagði að þegar hann sæi mig þá myndi hitt og þetta gerast. Ég sagði við hann að ég væri ekki hræddur við hann. Ef við vildum leysa þetta eins og menn, þá myndum við gerum það.“ „Ég sagði við hann að mér líkaði ekki vel við hann, ég virti hann ekki og ég myndi aldrei virða hann sem atvinnumann,“ sagði grjótharður Frimpong.Það var rosalegur hiti í deildarbikarleiknum milli Frimpong og Nasri.vísir/gettyStríð þeirra náði hæstum hæðum er Arsenal mætti Manchester City í deildarbikarnum árið 2011. Frimpong og Nasri spiluðu báðir þann leik og þar sauð allt upp úr. „Á meðan leiknum stóð sagði hann að hann gæti keypt mig. Svo heimskur er þessi gaur. Hann gat það líklega því þá átti hann milljónir en þetta er enginn virðing.“ „Þetta er það sem gerðist. Hann lagði mig í einelti. Hann vissi ekki hvernig átti að taka ábyrgðinni sem aðalleikmaður og hjálpa ungum leikmönnum. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir eldri leikmönnunum.“ „Þú getur spurt Aaron Ramsey og Jack Wilshere. Ég bar alltaf virðingu fyrir þeim en sannleikurinn er sá að mér líkaði aldrei við Nasri og mér mun aldrei líka vel við hann. Þótt að hann gefi mér fimm milljarða dollara mun mér ekki líka vel við hann,“ sagði Frimpong að lokum. Frimpong er nú án félags einungis 27 ára gamall en hann lék síðast með Ermis Aradippou á Kýpur.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira