Enski boltinn

Klopp biðlar til stuðningsmanna Liverpool að semja lag og syngja um Alex Oxlade-Chamberlain

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp með Chamberlain eftir undirskriftina.
Klopp með Chamberlain eftir undirskriftina. vísir/getty
Alex Oxlade-Chamberlain skrifaði í gær undir nýjan samning við Liverpool og verður því áfram hjá félaginu næstu fjögur árin.Chamberlain hefur verið að glíma við erfið meiðsli frá því að hann gekk í raðir félagsins frá Arsenal en spilaði allan leikinn gegn Southampton um liðna helgi.„Við vitum allir sögu Alex síðan hann kom til félagsins og það hafa verið hæðir og lægðir en það sem hefur heillað mig og aðra er hans hugarfar að taksat á við áföll,“ sagði Klopp við heimasíðu Liverpool.„Þess vegna var enginn okkar í efa að hann myndi berjast í gengum þetta eins og hann gerði. Að sjá hann spila allan leikinn gegn Southampton á laugardaginn var jákvætt fyrir okkur alla, sér í lagi hann.“„Núna er hann ekki lengur meiddur. Hann er klár og getur sýnt okkur enn og aftur hversu góður hann er.“Klopp er þó með bón til stuðningsmanna Liverpool.„Og hver veit nema við heyrum Kop syngja lag um Alex Oxlada-Chamberlain? Ég get sagt ykkur það að það myndi þýða mikið fyrir mig og strákana að heyra það.“Það er því spurning hvort að það verði komið lag um Englendinginn á morgun er Liverpool spilar stórleik gegn Arsenal klukkan 16.30.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.