Erlent

Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikið hefur verið um mótmæli í Hpng Kong síðustu vikurnar.
Mikið hefur verið um mótmæli í Hpng Kong síðustu vikurnar. Vísir/Getty

Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja.

Svo virðist sem síðurnar hafi verið kostaðar af yfirvöldum í Beijing höfuðborg Kína, þótt talsmenn Google hafi neitað að svara fyrir það. Twitter og Facebook hafa í vikunni gripið til svipaðra aðgerða.

Talsmaður Twitter segir að ekki verði liðið að ríkisstjórnir haldi úti áróðri á Twitter undir fölsku flaggi, og var þá greinilega að vísa í Kínversk yfirvöld, sem hafa farið mikinn í áróðursstríði gegn mótmælendunum í Hong Kong.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.