Erlent

Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram

Kjartan Kjartansson skrifar
Mótmælendur fylltu Viktoríugarðinn í miðborg Hong Kong í dag.
Mótmælendur fylltu Viktoríugarðinn í miðborg Hong Kong í dag. Vísir/AP

Mikil úrkoma stöðvaði ekki í tugir þúsunda mótmælenda í að koma saman í miðborg Hong Kong í dag. Mótmælin hafa nú staðið yfir í tíu vikur en harðnandi átök við lögreglu hefur sett svip sinn á þau undanfarið. Skipuleggjendurnir segjast vonast eftir að mótmæli dagsins verði friðsamleg.

Lögreglan í borginni gaf leyfi fyrir samkomunni í garði í miðborginni en bannað hvers kyns göngur mótmælenda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Upphaflega beindust mótmælin að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á íbúum Hong Kong til kínverskra stjórnvalda. Hong Kong nýtur sjálfstjórnar innan Kína og eru íbúar þar því frjálsari en Kínverjar á meginlandinu. Eftir að frumvarpið var lagt til hliðar hafa mótmælin beinst að því að verja frelsi og lýðræði í Hong Kong.

Kínversk stjórnvöld hafa líkt mótmælunum í Hong Kong sem svo að þau jaðri við hryðjuverkastarfsemi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.