Enski boltinn

Liverpool að landa samningi við Nike sem er stærri en 75 milljóna punda samningur Man. Utd við Adidas

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verða Virgil van Dijk og félagar í Nike á næstu leiktíð?
Verða Virgil van Dijk og félagar í Nike á næstu leiktíð? vísir/getty

Samningur Liverpool við íþróttavöruframleiðandann New Balance rennur út næsta sumar og því hefur félagið verið að skoða markaðinn áður en það semur á nýjan leik.

Evrópumeistararnir eru heitt vörumerki um þessar mundir en Jurgen Klopp hefur tekið Liverpool í nýjar hæðir.

Núverandi samningur New Balance og Liverpool gefur þeim rauðklæddu úr Bítlaborginni 45 milljónir punda á ári en nú vill Liverpool fá meira en samningur Man. Utd er við Adidas.

United fær 75 milljónir punda á hverju tímabili frá Adidas en Forbes greinir frá því að Liverpool sé í viðræðum við Nike. Sá samningur myndi gefa meira en samningur United við Adidas.

Stærsti samningur Nike við íþróttafélag er samningurinn við Barcelona en íþróttavöruframleiðandinn borgar 1 billjón fyrir tíu ára samning.

New Balance er með ákvæði í samningi sínum að þeir verði fyrsti framleiðandinn sem verði rætt við en ljóst er að þeir þurfa að hækka boð sitt verulega vilji þeir áfram sjá Liverpool liðið í sínu merki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.