Enski boltinn

Liverpool að landa samningi við Nike sem er stærri en 75 milljóna punda samningur Man. Utd við Adidas

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verða Virgil van Dijk og félagar í Nike á næstu leiktíð?
Verða Virgil van Dijk og félagar í Nike á næstu leiktíð? vísir/getty
Samningur Liverpool við íþróttavöruframleiðandann New Balance rennur út næsta sumar og því hefur félagið verið að skoða markaðinn áður en það semur á nýjan leik.Evrópumeistararnir eru heitt vörumerki um þessar mundir en Jurgen Klopp hefur tekið Liverpool í nýjar hæðir.Núverandi samningur New Balance og Liverpool gefur þeim rauðklæddu úr Bítlaborginni 45 milljónir punda á ári en nú vill Liverpool fá meira en samningur Man. Utd er við Adidas.United fær 75 milljónir punda á hverju tímabili frá Adidas en Forbes greinir frá því að Liverpool sé í viðræðum við Nike. Sá samningur myndi gefa meira en samningur United við Adidas.Stærsti samningur Nike við íþróttafélag er samningurinn við Barcelona en íþróttavöruframleiðandinn borgar 1 billjón fyrir tíu ára samning.New Balance er með ákvæði í samningi sínum að þeir verði fyrsti framleiðandinn sem verði rætt við en ljóst er að þeir þurfa að hækka boð sitt verulega vilji þeir áfram sjá Liverpool liðið í sínu merki.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.