Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem felldu Eyjamenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Logi kom ÍA á bragðið gegn ÍBV undir lok fyrri hálfleiks.
Einar Logi kom ÍA á bragðið gegn ÍBV undir lok fyrri hálfleiks. vísir/daníel

ÍBV féll úr Pepsi Max-deild karla eftir 2-1 tap fyrir ÍA á Akranesi í dag. Eyjamenn leika því í næstefstu deild árið 2020, í fyrsta sinn frá 2008.

Einar Logi Einarsson kom Skagamönnum yfir á 44. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu. Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti svo öðru marki við úr vítaspyrnu á 61. mínútu.

Gary Martin minnkaði muninn með laglegu marki á 71. mínútu en nær komust gestirnir úr Eyjum ekki.

Þetta var fyrsti sigur ÍA síðan 6. júlí. Liðið er í 6. sæti deildarinnar.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: ÍA 2-1 ÍBV
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.