Íslenski boltinn

Sindri Snær loksins í sigurliði í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þungu fargi hefur væntanlega verið létt af Sindra Snæ eftir sigur ÍA í gær.
Þungu fargi hefur væntanlega verið létt af Sindra Snæ eftir sigur ÍA í gær. vísir/vilhelm
Líklega hefur enginn verið fegnari eftir sigur ÍA á ÍBV, 2-1, í gær og Sindri Snær Magnússon. Þetta var nefnilega fyrsti leikurinn í sumar sem hann tapar ekki. Sindri lék allan leikinn fyrir Skagamenn gegn sínum gömlu félögum.Hann hóf tímabilið með ÍBV en var seldur til ÍA á lokadegi félagaskiptagluggans, 31. júlí.Sindri hafði þá leikið átta leiki með ÍBV í Pepsi Max-deildinni og einn í Mjólkurbikarnum sem allir töpuðust.Hann missti af öllum þremur sigurleikjum Eyjamnana, tveimur í Mjólkurbikarnum (gegn Fjölni og Stjörnunni) og einum í Pepsi Max-deildinni (gegn ÍA). Sigurinn á Skagamönnum er enn eini deildarsigur Eyjamanna í ár.ÍA tapaði fyrstu tveimur leikjunum sem Sindri lék með liðinu (gegn FH og Breiðabliki) en hann gat loksins fagnað sigri í gær eftir að hafa verið í tapliði í fyrstu ellefu leikjum sínum í sumar.Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá ÍA síðan 11. júlí. Með honum komust Skagamenn upp í 6. sæti deildarinnar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.