Íslenski boltinn

Sindri Snær loksins í sigurliði í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þungu fargi hefur væntanlega verið létt af Sindra Snæ eftir sigur ÍA í gær.
Þungu fargi hefur væntanlega verið létt af Sindra Snæ eftir sigur ÍA í gær. vísir/vilhelm

Líklega hefur enginn verið fegnari eftir sigur ÍA á ÍBV, 2-1, í gær og Sindri Snær Magnússon. Þetta var nefnilega fyrsti leikurinn í sumar sem hann tapar ekki. Sindri lék allan leikinn fyrir Skagamenn gegn sínum gömlu félögum.

Hann hóf tímabilið með ÍBV en var seldur til ÍA á lokadegi félagaskiptagluggans, 31. júlí.

Sindri hafði þá leikið átta leiki með ÍBV í Pepsi Max-deildinni og einn í Mjólkurbikarnum sem allir töpuðust.

Hann missti af öllum þremur sigurleikjum Eyjamnana, tveimur í Mjólkurbikarnum (gegn Fjölni og Stjörnunni) og einum í Pepsi Max-deildinni (gegn ÍA). Sigurinn á Skagamönnum er enn eini deildarsigur Eyjamanna í ár.

ÍA tapaði fyrstu tveimur leikjunum sem Sindri lék með liðinu (gegn FH og Breiðabliki) en hann gat loksins fagnað sigri í gær eftir að hafa verið í tapliði í fyrstu ellefu leikjum sínum í sumar.

Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá ÍA síðan 11. júlí. Með honum komust Skagamenn upp í 6. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.