Íslenski boltinn

Eyjamenn fljótastir að falla í 28 ár

Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa
Ekkert hefur gengið hjá ÍBV í sumar.
Ekkert hefur gengið hjá ÍBV í sumar. vísir/daníel
Fara þarf aftur til ársins 1991 til að finna dæmi um lið sem féll jafn snemma úr efstu deild og ÍBV í ár.Eyjamenn töpuðu fyrir Skagamönnum, 2-1, á Akranesi í dag og féllu þar með endanlega úr Pepsi Max-deildinni. ÍBV hefur verið samfleytt í efstu deild frá 2009.Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 hafa aðeins tvö lið fallið fyrr en ÍBV.Árið 1991 féll Víðir eftir tap fyrir KA, 1-2, í Garðinum 19. ágúst. Fimm árum áður féll ÍBV 23. ágúst eftir tap fyrir Fram, 1-5, á Hásteinsvelli.Eyjamenn voru meira að segja fljótari að falla en Keflvíkingar í fyrra. Keflavík féll 26. ágúst eftir 1-3 tap fyrir FH á heimavelli. Þeir voru fljótastir til að falla í tólf liða deild þar til Eyjamenn slógu það í dag. Þrátt fyrir að vera fallið er ÍBV með fleiri stig þegar fjórir leikir eru eftir (6) en Keflavík endaði með í fyrra (4).Keflavík 2018 og ÍBV 2019 eru einu liðin undanfarin 35 ár sem hafa fallið þrátt fyrir að eiga fjóra leiki eftir.ÍBV féll síðast úr efstu deild 2006, einmitt eftir tap fyrir ÍA á Akranesi, 4-2, 16. september. Andri Ólafsson, núverandi aðstoðarþjálfari ÍBV, skoraði fyrir Eyjamenn í leiknum fyrir 13 árum.Fljótastir til að falla síðan 3ja stiga reglan var tekin upp (1984-2019):

19. ágúst (Víðir - 1991)

23. ágúst (ÍBV - 1986)

24. ágúst (ÍBV - 2019)

26. ágúst (Keflavík - 2018)

29. ágúst (Þróttur - 2005)

31. ágúst (Þróttur - 2009)

1. september (Þór Ak. - 1990)

7. september (Víkingur R. - 1985)

7. september (KA - 1984)

8. september (ÍA - 1990)

8. september (Breiðablik - 2001)

9. september (FH - 1995)

10. september (Leiftur - 2000)

10. september (Stjarnan - 1991)

12. september (Víðir - 1987)

12. september (FH - 1987)

13. september (Breiðablik - 1992)

13. september (KA - 1992)

13. september (Breiðablik - 1986)

13. september (Stjarnan - 1997)

13. september (Skallagrímur - 1997)

13. september (Keflavík - 2015)

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.