Íslenski boltinn

Fallbaráttuslag ÍBV og HK/Víkings frestað

Arnar Geir Halldórsson skrifar
vísir/bára

Ekki verður af fyrirhuguðum fallbaráttuslag ÍBV og HK/Víkings í Pepsi-Max deild kvenna í dag en liðin áttu að mætast á Hásteinsvelli klukkan 14:00.

Veðurstofan varaði við stormi á höfuðborgarsvæðinu, suðurlandi og miðhálendi upp úr hádegi.

Í kjölfarið hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leiknum en ekki er komin ný tímasetning á leikinn.

Um er að ræða gríðarlega þýðingarmikinn leik fyrir bæði lið sem eru í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar. HK/Víkingur er í neðsta sæti með 7 stig, fimm stigum minna en Eyjakonur sem eru í 8.sæti en í 9.sæti er Keflavík með 10 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.