Íslenski boltinn

Fallbaráttuslag ÍBV og HK/Víkings frestað

Arnar Geir Halldórsson skrifar
vísir/bára
Ekki verður af fyrirhuguðum fallbaráttuslag ÍBV og HK/Víkings í Pepsi-Max deild kvenna í dag en liðin áttu að mætast á Hásteinsvelli klukkan 14:00.Veðurstofan varaði við stormi á höfuðborgarsvæðinu, suðurlandi og miðhálendi upp úr hádegi.Í kjölfarið hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leiknum en ekki er komin ný tímasetning á leikinn.Um er að ræða gríðarlega þýðingarmikinn leik fyrir bæði lið sem eru í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar. HK/Víkingur er í neðsta sæti með 7 stig, fimm stigum minna en Eyjakonur sem eru í 8.sæti en í 9.sæti er Keflavík með 10 stig.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.