Íslenski boltinn

Stórleik FH og Breiðabliks frestað

Arnar Geir Halldórsson skrifar
FH-ingar þurfa að bíða til morguns með að mæta Blikum
FH-ingar þurfa að bíða til morguns með að mæta Blikum vísir/daníel
Stormur er í aðsigi á Höfuðborgarsvæðinu í dag og er búið að taka ákvörðun um að fresta stórleik FH og Breiðabliks í Pepsi-Max deild karla.

Leikurinn átti að hefjast klukkan 18:15 í Kaplakrika en hefur verið færður til 18:00 á morgun, mánudag. Er þetta gert að ósk beggja félaga.

Hins vegar mun leikur Víkings og Grindavíkur fara fram á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni klukkan 19:15. Verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem upphaflega stóð til að sýna leik FH og Breiðabliks í dag.

Er þetta annar leikurinn sem frestað er í dag en í morgun var leik ÍBV og HK/Víkings í Pepsi-Max deild kvenna frestað vegna veðurs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×