Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem Ágúst Eðvald skoraði í fallslagnum í Víkinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Hrafn Andrason fagnar markaskoraranum Ágústi Eðvald Hlynssyni.
Atli Hrafn Andrason fagnar markaskoraranum Ágústi Eðvald Hlynssyni. vísir/bára

Víkingur R. steig stórt skref í áttina að því að halda sæti sínu í Pepsi Max-deild karla með 1-0 sigri á Grindavík á heimavelli í kvöld.

Leikurinn var frekar bragðdaufur og tíðindalítill. Aðstæður voru erfiðar og settu mark sitt á leikinn.

Eina markið skoraði Ágúst Eðvald Hlynsson á 80. mínútu eftir sendingu Davíðs Arnar Atlasonar. Þetta var þriðja deildarmark Ágústs í sumar.

Með sigrinum komust Víkingar upp í 8. sæti deildarinnar. Þeir eru nú fjórum stigum á undan Grindvíkingum sem eru með 18 stig í ellefta og næstneðsta sætinu.

Markið úr leik Víkings og Grindavíkur má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Víkingur 1-0 Grindavík
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.