Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem Ágúst Eðvald skoraði í fallslagnum í Víkinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Hrafn Andrason fagnar markaskoraranum Ágústi Eðvald Hlynssyni.
Atli Hrafn Andrason fagnar markaskoraranum Ágústi Eðvald Hlynssyni. vísir/bára
Víkingur R. steig stórt skref í áttina að því að halda sæti sínu í Pepsi Max-deild karla með 1-0 sigri á Grindavík á heimavelli í kvöld.Leikurinn var frekar bragðdaufur og tíðindalítill. Aðstæður voru erfiðar og settu mark sitt á leikinn.Eina markið skoraði Ágúst Eðvald Hlynsson á 80. mínútu eftir sendingu Davíðs Arnar Atlasonar. Þetta var þriðja deildarmark Ágústs í sumar.Með sigrinum komust Víkingar upp í 8. sæti deildarinnar. Þeir eru nú fjórum stigum á undan Grindvíkingum sem eru með 18 stig í ellefta og næstneðsta sætinu.Markið úr leik Víkings og Grindavíkur má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Víkingur 1-0 Grindavík
 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.