Íslenski boltinn

Ólafur Ingi: Ég held hann hafi bara veitt hann í gildru

Þór Símon Hafþórsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason. vísir/bára
Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, var að vonum sáttur eftir að hann og hans menn skiluðu þremur stigum í Árbæinn með hörku, 3-2, sigri á HK í kvöld.

„Þetta var rosalegur leikur og maður stendur glaður í dag eftir að hafa misst leik úr höndunum í síðustu umferð,“ sagði Ólafur og er þá að vísa í tapið gegn FH í Kaplakrika þar sem liðið fékk sigurmark í andlitið á lokamínítum leiksins.

 

„Ég er rosalega stoltur af þessum strákum og öllu liðinu. Þetta var alvöru Árbæjar frammistaða hjá liðinu,“ sagði Ólafur.

Valdimar Þór, leikmaður Fylkis, fékk að líta rauða spjaldið þegar um hálftími var til leiksloka í stöðunni 3-2. Þrátt fyrir áfallið héldu Fylkismenn haus og nældu í öll þrjú stigin.

 

„Það var smá áfall en mér fannst við stíga upp og verða hreinlega betri varnarlega eftir rauða spjaldið. Við fórum allir að hlaupa meira fyrir hvorn annan.“

 

Sem fyrr segir fékk Valdimar rautt spjald fyrir að ýta Valgeiri Valgeirssyni harkalega niður. Hvað fannst Ólafi um rauða spjaldið?

 

„Ég held hann hafi bara veitt hann í gildru. Valgeir er ungur að árum en greinilega klókur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×