Enski boltinn

Eric Cantona fær forsetaverðlaun UEFA í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Cantona.
Eric Cantona. Getty/ Ross Kinnaird

Eric Cantona, fyrrum stórstjarna Manchester United og leikmaður franska landsliðsins, verður heiðraður sérstaklega þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í Mónakó á fimmtudaginn.

Eric Cantona fær þar afhent forsetaverðlaun UEFA fyrir vinnu sína við það að gera líf annarra betra. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur verið mjög hrifinn af því sem Eric Cantona hefur gert síðan að hann setti knattspyrnuskó sína upp á hillu.

Eric Cantona er nú 53 ára gamall en hann lék sinn síðasta leik á ferlinum með Manchester United vorið 1997. Cantona náði því að leika 45 landsleiki fyrir Frakka frá 1987 til 1995.„Þetta eru ekki aðeins verðlaun fyrir hans feril sem fótboltamanns þar sem hann var í hæsta gæðaflokki, heldur erum við einnig að heiðra hann fyrir þá persónu sem hann er,“ hefur BBC eftir Aleksander Ceferin.

„Hann er í mínum augum, maður sem stendur vörð um það sem hann trúir á, maður sem segir sína skoðun og maður sem setur hjarta og sál í þau málefni sem hann styður,“ bætti Ceferin við.Eric Cantona vann ensku úrvalsdeildina fyrst með Leeds árið 1992 en hann vann hana síðan fjórum sinnum á fimm tímabilum með Manchester United frá 1993 til 1997. Hann var aðeins þrítugur þegar hann hætti óvænt vorið 1997.

Aðrir sem hafa fengið forsetaverðlaun UEFA eru kappar eins og David Beckham, Johan Cruyff, Bobby Charlton, Franz Beckenbauer, Bobby Robson og Paolo Maldini.

Eric Cantona skoraði 64 mörk í 143 deildarleikjum fyrir Manchester United. Getty/Ross Kinnaird


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.