Eric Cantona fær forsetaverðlaun UEFA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2019 10:15 Eric Cantona. Getty/ Ross Kinnaird Eric Cantona, fyrrum stórstjarna Manchester United og leikmaður franska landsliðsins, verður heiðraður sérstaklega þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í Mónakó á fimmtudaginn. Eric Cantona fær þar afhent forsetaverðlaun UEFA fyrir vinnu sína við það að gera líf annarra betra. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur verið mjög hrifinn af því sem Eric Cantona hefur gert síðan að hann setti knattspyrnuskó sína upp á hillu. Eric Cantona er nú 53 ára gamall en hann lék sinn síðasta leik á ferlinum með Manchester United vorið 1997. Cantona náði því að leika 45 landsleiki fyrir Frakka frá 1987 til 1995.Eric Cantona will receive the 2019 UEFA President's Award at the #UCLdraw in Monaco What a player #UCLpic.twitter.com/WVHx9XhxjX — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 27, 2019 „Þetta eru ekki aðeins verðlaun fyrir hans feril sem fótboltamanns þar sem hann var í hæsta gæðaflokki, heldur erum við einnig að heiðra hann fyrir þá persónu sem hann er,“ hefur BBC eftir Aleksander Ceferin. „Hann er í mínum augum, maður sem stendur vörð um það sem hann trúir á, maður sem segir sína skoðun og maður sem setur hjarta og sál í þau málefni sem hann styður,“ bætti Ceferin við."This award not only recognises his career as a player of the highest calibre, but also honours him for the person he is." Eric Cantona will be awarded the Uefa President's Award for his commitment to helping improve the lives of others. More: https://t.co/LtvTInAm9ypic.twitter.com/hmEpIEkwiD — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2019Eric Cantona vann ensku úrvalsdeildina fyrst með Leeds árið 1992 en hann vann hana síðan fjórum sinnum á fimm tímabilum með Manchester United frá 1993 til 1997. Hann var aðeins þrítugur þegar hann hætti óvænt vorið 1997. Aðrir sem hafa fengið forsetaverðlaun UEFA eru kappar eins og David Beckham, Johan Cruyff, Bobby Charlton, Franz Beckenbauer, Bobby Robson og Paolo Maldini.Eric Cantona skoraði 64 mörk í 143 deildarleikjum fyrir Manchester United.Getty/Ross Kinnaird Enski boltinn Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Eric Cantona, fyrrum stórstjarna Manchester United og leikmaður franska landsliðsins, verður heiðraður sérstaklega þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í Mónakó á fimmtudaginn. Eric Cantona fær þar afhent forsetaverðlaun UEFA fyrir vinnu sína við það að gera líf annarra betra. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur verið mjög hrifinn af því sem Eric Cantona hefur gert síðan að hann setti knattspyrnuskó sína upp á hillu. Eric Cantona er nú 53 ára gamall en hann lék sinn síðasta leik á ferlinum með Manchester United vorið 1997. Cantona náði því að leika 45 landsleiki fyrir Frakka frá 1987 til 1995.Eric Cantona will receive the 2019 UEFA President's Award at the #UCLdraw in Monaco What a player #UCLpic.twitter.com/WVHx9XhxjX — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 27, 2019 „Þetta eru ekki aðeins verðlaun fyrir hans feril sem fótboltamanns þar sem hann var í hæsta gæðaflokki, heldur erum við einnig að heiðra hann fyrir þá persónu sem hann er,“ hefur BBC eftir Aleksander Ceferin. „Hann er í mínum augum, maður sem stendur vörð um það sem hann trúir á, maður sem segir sína skoðun og maður sem setur hjarta og sál í þau málefni sem hann styður,“ bætti Ceferin við."This award not only recognises his career as a player of the highest calibre, but also honours him for the person he is." Eric Cantona will be awarded the Uefa President's Award for his commitment to helping improve the lives of others. More: https://t.co/LtvTInAm9ypic.twitter.com/hmEpIEkwiD — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2019Eric Cantona vann ensku úrvalsdeildina fyrst með Leeds árið 1992 en hann vann hana síðan fjórum sinnum á fimm tímabilum með Manchester United frá 1993 til 1997. Hann var aðeins þrítugur þegar hann hætti óvænt vorið 1997. Aðrir sem hafa fengið forsetaverðlaun UEFA eru kappar eins og David Beckham, Johan Cruyff, Bobby Charlton, Franz Beckenbauer, Bobby Robson og Paolo Maldini.Eric Cantona skoraði 64 mörk í 143 deildarleikjum fyrir Manchester United.Getty/Ross Kinnaird
Enski boltinn Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira