Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Þetta er ekki rautt spjald

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valdimar stendur hér yfir Valgeiri eftir að hafa stjakað við honum.
Valdimar stendur hér yfir Valgeiri eftir að hafa stjakað við honum.
Fylkismaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson fékk beint rautt spjald í leiknum gegn HK í gær en það þótti umdeildur dómur.

Valdimar lenti þá í útistöðum við ungstirnið Valgeir Valgeirsson. Valdimar stjakaði við honum og Valgeir lét sig falla með nokkrum tilþrifum og hélt um höfuð sitt þó svo Valdimar hefði ekki komið við andlitið á honum.

„Samkvæmt strangasta reglubókstaf er væntanlega hægt að réttlæta rautt spjald á þetta en ég vil ekki sjá rautt spjald á þetta,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max-mörkunum í gær.

„Mér finnst þetta ekki vera rautt spjald og Valgeir gerir fullmikið úr þessu.“

Mikil læti voru í kjölfar rauða spjaldsins og gaf Egill Arnar Sigurþórsson dómari þá þremur leikmönnum gula spjaldið.

Sjá má atvikið og umræðuna hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Rautt spjald í Árbænum

Tengdar fréttir

Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður

Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×