Erlent

Bretadrottning samþykkti beiðni Boris

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Boris Johnson er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir.
Boris Johnson er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Vísir/EPA
Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman í september og þar til rétt rúmum tveimur vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu í lok október. BBC greinir frá.

Boris Johnson segir að „mjög spennandi plön“ hans verði tilkynnt í stefnuræðu hans þann 14. október. Þann 31. október gengur Bretland að óbreyttu úr ESB.

Breytingin á þinginu hefur í för með sér að tími annarra þingmanna til að leggja fram lagafrumvörp í þeim tilgangi að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands án samnings skerðist til muna.

Brexit-andstæðingar á þingi hafa sagt ákvörðunina árás á stjórnarskrána.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×