Enski boltinn

Bolton komið til bjargar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Bolton í ensku C-deildinni fyrr á leiktíðinni.
Úr leik Bolton í ensku C-deildinni fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Knattspyrnufélaginu Bolton á Englandi hefur verið bjargað frá gjaldþroti en liðið hefur verið selt til Football Ventures.

Þetta staðfesta forráðamenn félagsins nú síðdegis en enska knattspyrnusambandið gaf forráðamönnum Bolton í gær 14 daga til þess að bjarga liðinu frá gjaldþroti.

Félaginu yrði hent út úr öllum deildum enska sambandsins ef ekki yrði fundinn nýr rekstaraðili, í það minnsta út leiktíðina, og sá aðili hefur verið fundinn.







Fyrrum eigandinn, Ken Anderson, hefur fengið mikla gagnrýni og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, steig meðal annars fram í samtali við BBC og ræddi málið.

Liðið leikur í C-deildinni og er með mínus ellefu stig eftir eitt jafntefli í fyrstu leikjunum. Þeir fengu tólf stig í mínus vegna fjárhagserfiðleikanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×