Enski boltinn

Gylfi kom að þremur mörkum Everton en Liverpool Echo sagði hann „hljóðlátan“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi reynir bakfallsspyrnu í leiknum í gær.
Gylfi reynir bakfallsspyrnu í leiknum í gær. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðaband Everton í gær er liðið vann 4-2 sigur á Lincoln í enska Carabao-bikarnum og kom sér þar af leiðandi í næstu umferð.

Liverpool Echo heillaðist þó ekki af frammistöðu Gylfa í leiknum og gaf honum sex á vef sínum eftir leikinn sem verður að teljast athyglisvert ef litið er á framlag Gylfa í leiknum.

Gylfi fiskaði aukaspyrnuna sem Lucas Digne jafnaði metin í 1-1 fyrir Everton og skoraði svo úr vítaspyrnu annað mark leiksins.







Hann spilaði svo stóra rullu í þriðja marki Everton. Þar lék hann á varnarmann Lincoln áður en hann gaf boltann fyrir markið þar sem Cenk Tosun skallaði boltann á Alex Iwobi sem skoraði.

„Yfirleitt banvænn fyrir utan teiginn en þrumaði boltanum yfir markið eftir fimmtán mínútna leik sem lýsir byrjun hans á leiktíðinni þangað til hann vann aukaspyrnuna í marki Digne og skoraði svo úr vítinu. Annars var hann hljóðlátur.“

Svona hljóðar umsögnin um Gylfa og það er ljóst að það eru gerðar miklar kröfur á Gylfa en hann fékk sex í einkunn í leiknum eins og fjórir aðrir leikmenn Everton.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×