Enski boltinn

Mourinho kominn á Sky og byrjar á að greina gömlu liðin sín

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mourinho þekkir ensku úrvalsdeildina út og inn.
Mourinho þekkir ensku úrvalsdeildina út og inn. vísir/getty
Þótt José Mourinho sé ekki enn búinn að finna sér nýtt lið til að taka við situr hann ekki auðum höndum.

Portúgalinn er genginn til liðs við Sky Sports þar sem hann verður í hlutverki álitsgjafa.

Jamie Carragher, einn af helstu álitsgjöfum Sky Sports, deildi þessum fregnum með aðdáendum sínum á Twitter í dag.



Mourinho þreytir frumraun sína á Sky Sports á morgun þegar hans gömlu félög, Manchester United og Chelsea, mætast á Old Trafford.

Mourinho stýrði Chelsea á árunum 2004-07 og svo aftur 2013-15. Hann gerði liðið þrisvar sinnum að Englandsmeisturum, einu sinni að bikarmeisturum og þrisvar sinnum að deildabikarmeisturum.

Mourinho stýrði United á árunum 2016-18. Undir hans stjórn vann liðið Evrópudeildina og deildabikarinn. Hann hefur ekki starfað við þjálfun síðan honum var sagt upp hjá United í desember í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×