Erlent

Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögregla var mætt á svæðið og búin að handtaka hinn grunaða.
Lögregla var mætt á svæðið og búin að handtaka hinn grunaða. skjáskot
Ein manneskja var skotin eftir að ungur, hvítur maður réðst inn í al-Noor moskuna í bænum Akershus, rétt fyrir utan Ósló. Frá þessu er greint á fréttastofu TV2.

Lögreglan skrifar í tilkynningu á Twitter að grunaður hafi verið handtekinn.



„Einn félaga okkar var skotinn af hvítum manni í einkennisbúningi,“ sagði Irfan Mushtaq, umsjónarmaður moskunnar í samtali við fréttastofu Budstikka.

„Hvítur, norskur maður kom með haglabyssu og [annars konar] byssur inn í moskuna og braut glerveggi. Hann byrjaði svo að skjóta í kring um sig,“ sagði fréttamaður TV2 á staðnum.



Grunaði er talinn hafa verið klæddur skotheldu vesti og var hann yfirbugaður af þremur meðlimum moskunnar.



Ekki er talið að fleiri aðilar séu tengdir málinu en einn einstaklingur slasaðist, þó ekki alvarlega.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×