Enski boltinn

Lampard vill ekki heyra talað um félagaskiptabannið í búningsklefa Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lampard á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Lampard á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/getty
Nýráðinn stjóri Chelsea, Frank Lampard, hefur engan áhuga á að heyra leikmenn sína tala um félagaskiptabannið sem Chelsea er í. Frá þessu greindi hann á blaðamannafundi í dag.

Chelsea var dæmt í félagaskiptabann á árinu og fékk ekki að kaupa neina leikmenn í sumarglugganum en enski stjórinn vill ekki láta það hafa áhrif á sína menn.

„Ég vil það ekki og ég sagði það þegar ég hitti leikmennina í fyrsta skipti að ég vildi ekki tala um bannið,“ sagði Lampard í samtali við Sky Sports fyrir stórleik morgundagsins er Chelsea heimsækir Man. Utd.

„Getum við áfram verið samkeppnishæfir í þessari stöðu? Ég held það. Þegar ég leit í kringum mig í búningsherberginu voru topp leikmenn út um allt og fullur hópur af hæfileikum.“







„Við verðum bara að sætta okkur við þetta og gera þetta að áskorun. Við þurfum að trúa á okkur því ég held að það hafi verið auðvelt að afskrifa okkur útaf banninu.“

„Það sem skiptir máli er hvernig við höndlum þetta og ef ég væri stjóri Chelsea sem sagði að ég væri sáttur með sjötta sætið eða það fjórða, mögulega það annað. Það er ekki hugarfarið hér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×