Erlent

Eldar geisa á Kanaríeyjum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
skjáskot/TheCanary.TV
Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. Búið er að loka einhverjum vegum og rýma tíu heimili í Pena Rajada.Mikill hiti hefur verið á eyjunni undanfarið og skóglendi þurrt en talið er að eldarnir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem hafði logsuðutæki við hönd og fór ekki nógu varlega.Nota á tíu loftför til að slökkva eldana og eru um tvö hundruð manns við slökkvistörf. Ekki er talið að eldarnir nái til byggða en hætta er á að þeir breiðist upp í fjallshlíðar.Um 850 þúsund manns búa á eyjunni en ekki er vitað hversu margir Íslendingar séu þar á meðal. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í sambandi við fréttastofu Vísis að ekki sé haldið utan um tölu Íslendinga sem búi á eyjunni af ráðuneytinu.Þá hafi ráðuneytinu ekki borist beiðni um aðstoð en hún verði veitt verði þess óskað.„Það er ekkert að óttast varðandi neina farþega á ensku ströndinni eða más Coloma, þetta er klukkutíma í burtu og lengst uppi á fjöllum,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval útsýn.Hún segir að eldarnir muni ekki hafa áhrif á farþega Úrval útsýn né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna. Töluverður fjöldi er af Íslendingum á eyjunni en Þórunn segir ekki alveg ljóst hversu margir séu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.