Erlent

Eldar geisa á Kanaríeyjum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
skjáskot/TheCanary.TV

Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. Búið er að loka einhverjum vegum og rýma tíu heimili í Pena Rajada.

Mikill hiti hefur verið á eyjunni undanfarið og skóglendi þurrt en talið er að eldarnir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem hafði logsuðutæki við hönd og fór ekki nógu varlega.

Nota á tíu loftför til að slökkva eldana og eru um tvö hundruð manns við slökkvistörf. Ekki er talið að eldarnir nái til byggða en hætta er á að þeir breiðist upp í fjallshlíðar.


Um 850 þúsund manns búa á eyjunni en ekki er vitað hversu margir Íslendingar séu þar á meðal. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í sambandi við fréttastofu Vísis að ekki sé haldið utan um tölu Íslendinga sem búi á eyjunni af ráðuneytinu.

Þá hafi ráðuneytinu ekki borist beiðni um aðstoð en hún verði veitt verði þess óskað.

„Það er ekkert að óttast varðandi neina farþega á ensku ströndinni eða más Coloma, þetta er klukkutíma í burtu og lengst uppi á fjöllum,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval útsýn.

Hún segir að eldarnir muni ekki hafa áhrif á farþega Úrval útsýn né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna. Töluverður fjöldi er af Íslendingum á eyjunni en Þórunn segir ekki alveg ljóst hversu margir séu.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.