Enski boltinn

Þetta eru leikirnir sem Liverpool þarf væntanlega að spila án Alisson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisson Becker.
Alisson Becker. Getty/Chris Brunskill
Liverpool vann fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina en tapaði einum sínum mikilvægasta leikmanni.

Alisson Becker meiddist á kálfa í fyrri hálfleiknum á móti Norwich og varð að yfirgefa völlinn eftir aðeins 38 mínútur.

Einhverjir óttuðust um að Alisson Becker hefði slitið hásin en svo kom í ljós að hann hafði „bara“ tognað á kálfa.



Alisson Becker var strax á fyrsta tímabili sínu á Anfield einn af lykilmönnunum í að fylla í öll götin í varnarleik Liverpool liðsins sem þýddi að liðið gat farið að berjast að alvöru um stóru titlana. Liverpool mun því sakna hans mikið ef hann getur ekki spilað.

Þetta fór aðeins betur en á horfði í fyrstu en það er samt pottþétt að Alisson mun missa af mörgum leikjum á næstunni.

Fyrsti leikurinn sem hann missir af verður í Ofurbikar UEFA á móti Chelsea á miðvikudaginn. Þar er annar Evróputitill í boði.

Reiknað er með að brasilíski markvörðurinn verði frá keppni í fjórar til átta vikur og Bleacher Report Football tók það saman og setti upp grafískt hvaða leikjum Alisson er væntanlega að fara að missa af.





Stærstu deildarleikirnir eru leikirnir við Arsenal og Chelsea en Alisson gæti líka misst af tveimur fyrstu leikjum Liverpool í Meistaradeildinni.

Samkvæmt úttekt Bleacher Report Football hér að ofan gætu þetta orðið allt að tíu leikir sem Liverpool verður án markvarðar síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×